Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

„Ég hugsa – tek afstöðu, óttast, kvíði, efast, dæmi, veg og met, fer inn í viðhorf og viðnám – og þess vegna er ég ekki ljós og kærleikur.“
Hugleiðing
Hugleiðing

„Ég hugsa – tek afstöðu, óttast, kvíði, efast, dæmi, veg og met, fer inn í viðhorf og viðnám – og þess vegna er ég ekki ljós og kærleikur.“ 

Þú ert ekki hugsanir þínar og ekki hegðun þín – þú ert orka, kærleikur, ljós. 

Vissulega er hægt að hugsa í vitund, en þá veistu samt fullvel að þú ert ekki hug­ myndirnar eða ímyndirnar sem þú raðar saman. Þú veist að þú ert sál.

Spurðu þig eftirfarandi spurninga: 

Hef ég heitbundið mig lífi mínu? 
Hef ég lofað mér til fulls?
Er ég hjarta eða efi?
Hvaða heimildir hef ég? 
Er ég birtir eða dimmir?
Er ég stóra ástin í mínu lífi?