Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa
Viðhorfið opinberar okkur.
þessi kristall er kallaður Sun Hawk
Viðhorfið opinberar okkur.
Mikilvægasta spurningin sem manneskja getur spurt sig er þessi: „Er heimurinn vingjarnlegur eða fjandsamlegur?“
Ofangreind speki er eignuð Albert Einstein í ýmsum útgáfum á fjölmörgum heimasíðum, en við nánari athugun virðist það ekki alveg rétt.
En í okkar samhengi skiptir heldur engu máli hvort þessi mikilvægu orð komu frá Einstein eða ekki. Spekin hefur jafn mikið gildi – spurningin er jafn knýjandi:
„Lítur þú á heiminn sem vingjarnlegan eða fjandsamlegan?“
Hverju trúir þú um heiminn? Er hann fjandsamlegur eða vingjarnlegur?
Sérðu glas sem er hálffullt eða glas sem er hálftómt?