Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa
Sleppum því gamla hugmyndakerfinu sem segir að rómantíska ástin gerist af sjálfu sér, að kraftaverkið sé eitthvað sem við þiggjum.
Sleppum því að festast í „ég-er-eins-og-ég-er“ hugsunarhættinum og veljum aðgerabreytingar á lífi okkar, með krafti í verki.
Göngum inn í nýja tilvist þar sem við viðurkennum að mátturinn er innra með okkur; að það er víst róman- tískt að stuðla með beinum hætti að umbreytingu okkar sjálfra.
Jafnvel þótt það feli í sér skipulag ... en þegar ég skipulegg er ég svo leiðinlegur og grár! Orðið kallar fram í hugann alls kyns hversdagsleg verkefni þar sem ég verð drepleiðinlegur. Skipulag? Getum við notað það orð? Skipulagt kraftaverk?
Hvað með vitandi kraftaverk? Sem er stutt af skipulögðu ferli?
Viljandi kraftaverk.
Það er það sem við gerum til að finna aftur valdið yfir eigin lífi. Við setjum kraft í verkið með vitund.
Viljandi kraftaverk.