Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Með því að fyrirgefa segjum við heiminum að grunn- afstaða okkar til lífsins sé ást. Við elskum okkur og gefum okkur rými til að melta – því meltingin er alltaf forsendan fyrir lífi og ljósi.
Fallegur kristall
Fallegur kristall

Kæri heimur – Ég elska

Með því að fyrirgefa segjum við heiminum að grunn- afstaða okkar til lífsins sé ást. Við elskum okkur og gefum okkur rými til að melta – því meltingin er alltaf forsendan fyrir lífi og ljósi.

Heimildin eykst í þrepum og í hvert skipti sem við losum, tökum ábyrgð, fyrirgefum og elskum erum við að búa til rými, útvíkkun og þenslu í staðinn fyrir sam- drátt og viðnám. Þetta er ferli sem tekur einhvern tíma; við þurfum að aðlagast ljósinu til að geta þrifist, því að við þekkjum myrkrið svo vel.

Við þurfum líka að hafa úthald og ákveða að yfirgefa okkur ekki í hvert sinn sem við gleymum okkur. Til að rjúfa vítahringinn hættum við að lemja okkur fyrir að fara út úr vitund – í staðinn fögnum við því að taka eftir þegar við fórum úr vitund. Þar liggur sigurinn.

Um leið og við skynjum að við erum farin þá erum við komin aftur, inn í núið, ljósið, ástina.