Fara í efni

Hugleiðingar um Kannabis

Kannabis er falleg planta en hún er “líka eitur”… alveg eins og eitraðir sveppir. Hér verður ekki talað á móti plöntunni sem slíkri eða þeim góðu eiginleikum sem hún hefur en talað gegn því að fíklar (og þau sem reykja eða innbyrða kannabis án þess að telja sig fíkla) og þeir sem vilja nýta sér eymd fíkla nota góðu eiginleika plöntunnar til þess að réttlæta neyslu sína og sölu. Það er boðskapur sem okkur finnst mikilvægt að koma á framfæri.
Flestir unglingar í dag þekkja þennan gaur
Flestir unglingar í dag þekkja þennan gaur

Kannabis er falleg planta en hún er “líka eitur”… alveg eins og eitraðir sveppir. Hér verður ekki talað á móti plöntunni sem slíkri eða þeim góðu eiginleikum sem hún hefur en talað gegn því að fíklar (og þau sem reykja eða innbyrða kannabis án þess að telja sig fíkla) og þeir sem vilja nýta sér eymd fíkla nota góðu eiginleika plöntunnar til þess að réttlæta neyslu sína og sölu. Það er boðskapur sem okkur finnst mikilvægt að koma á framfæri.

Unga fólkið
Allt of margir unglingar setja fram réttlætingar til þess að prufa og síðar neyta kannabisefna, en þessir unglingar þurfa að stíga yfir nokkra þröskulda áður en þeir stíga fyrstu skrefin. Það sem við tölum um sem þröskulda eru mörkin sem liggja innra með hverjum og einum en það eru ákveðin mörk sem þarf að ýta til hliðar til þess að prufa eða nota fíkniefni. Í fyrsta lagi þarf að selja sér þá hugmynd að það sé í lagi að fara á bak við eða ljúga að foreldrum sínum eða öðrum umönnunaraðilum. Í öðru lagi þarf einstaklingurinn að telja sér trú um að það sé í lagi að brjóta lögin, því hérlendis er ekki löglegt að nota kannabis. Í þriðja lagi þarf sterkar réttlætingar eða blekkingar til þess að trúa því að efnin séu ekki skaðleg.
Hér eru dæmi um hvaða réttlætingar eru notaðar: Plantan er náttúruleg, lífræn, ekki hættuleg, hvernig getur náttúran verið hættuleg, að ríkið, læknar og vísindamenn vilji halda sannleikanum frá okkur, að plantan sé notuð til lækninga og að plantan skaði lítið ef eitthvað en eins og sjá má hér neðar þá er þetta ekki rétt.

Aukaverkanir og skaðsemi
Við höfum aldrei lesið eða séð rannsókn, sem heldur, um það að plantan lækni þó við höfum lesið um ýmislegt gott sem hún gerir og eigum þá ekki við þegar hún er reykt eða borðuð með vímu í huga. Það þarf að skoða rannsóknir sem sýna fram á virkni og svo rannsóknir sem sýna fram á skaða. Hættum ekki að kynna okkur málin :) og höldum áfram að lesa rannsóknir og spyrjast fyrir.

Við eigum öll rétt á að vita góðu gildin í öllu, efnum, lyfjum, mat eða drykk og við eigum öll rétt á að hafa réttar upplýsingar um aukaverkanir og skaðsemi og því miður þá gleymist að ræða þann hluta þegar fólk keppir eftir því að sýna fram á góð gildi kannabis. Við viljum öll geta lesið okkur til um aukaverkanir og mögulega skaðsemi þess vegna eru flest ef ekki öll lyfjaglös með áfastan miða sem inniheldur þær upplýsingar.

Við höfum til að mynda rætt það við lækna af hverju þeir noti ekki kannabis og hafa allir sem við höfum talað við sagt að það sé betra notagildi í öðru þar sem aukaverkanir og skaðsemi kannabis sé of mikil. Þá hafa þeir verið að tala um sjúklinga með gláku og anorexíu, einnig hafa þeir svarað þessu til varðandi krabbamein en segja þó; að hafi allt annað verið reynt og sjúklingur dauðvona þá myndu þeir líklega benda á að hægt sé að prufa þessa leið. Margir þessir sömu læknar hafa hallast að óhefðbundum leiðum og hafa hvatt sjúklinga sína til að nota lúpínseyði ofl. Hér má sjá grein sem styður þetta mat lækna.

Lífræn náttúruleg planta sem er notuð til lækninga
Eitraðar plöntur geta verið mjög fallegar og haft notagildi, sumar jafnvel til lækninga (þá þarf venjulega að vinna virk efni frá eitrinu, það sama á við um kannabis), en um þær plöntur hérlendis má lesa sér til um hér.

Við viljum einnig vekja athygli á öðrum vinkli hvað þetta varðar:

Markaðssetning
Hér á árum áður þegar tóbaksframleiðendur vildu koma tóbaki á koppinn og auka eftirspurn eftir vörunni þá töldu langflestir að tóbak væri lítt skaðlegt, flest allar kvikmyndr voru nýttar í hernaðinum og aðalleikararnir allir með rettu í munnvikinu, fólk reykti yfir börnunum sínum, í bankanum, í flugi og nánast hvar sem er. Nú er það sama uppi á tengingum varðandi markaðsvæðingu á kannabis. Það er verið að hamra á fólki að kannabis sé lítt skaðlegt, flestar kvikmyndir og þættir (sérstaklega það sem höfðar til unglinga) innihalda þessi skilaboð og aðalleikararnir eru að reykja kannabis, malla það í kökum eða öðru slíku. Partur af markaðsherferðinni er framtak fyrrum framkvæmdastjóra Microsoft, Shively, en hann hélt öfluga ræðu um það að hann ásamt fleirum ætli að koma kannabis á koppinn og gera það jafn vinsælt og Starbucks. Hann kallar kannabis „grænt gull“ og væntanlega eins og aðrir sem græða á svona sölu (margir selja án gróða) þá notar hann það ekki sjálfur.

Hér er verið að hugsa um gróða fárra en ekki heilsu fjöldans.

Reynslusaga:
Ég var mjög ung þegar ég hóf eigin neyslu og á tímabilum blandaði ég tegundum saman og á öðrum tímabilum keppti ég eftir því að halda mér við eitt efni í einu (gerði hinar ýmsu tilraunir). Ég varð mjög hrifin af kannabis, elskaði vímuna og var til í að ganga langt í því að sannfæra aðra um að prufa. Það leið ekki langur tími þar til ég varð kvíðin, þung, nojuð, taugaveikluð og framkvæmdagleðin hvarf. Þetta sá ég einnig hjá langflestum kannabis notendum í kringum mig. Nema þeim sem fóru að taka örvandi til að vega upp á móti þessu. Sem sé fólk fór að nota önnur lyf til að geta notað kannabis áfram. Sumir hættu að nota kannabis þegar þeir komust á þennan stað og litu niður á þau okkar sem enn gerðu það og kölluðu okkur „steik“ enda vissu allir það að við það að nota kannabis þá varð maður frekar „seiktur,“ hægur og viðbragðssljór. Svo koma að því að ég varð árásargjörn og full ofsóknarbrjálæðis. Um leið og ég neytti kannabisefna þá gerðist það. Þess á milli og sama hvaða önnur efni ég notaði þá var ég í lagi. Sem betur fer náði ég að hætta og ég náði þokkarlegri heilsu, bæði andlega og líkamlega, því miður get ég ekki sagt það sama um marga vini mína og samferðarfólk. Sum tóku sitt eigið líf (ég viðurkenni fúslega að ég var oft ekki langt frá því), sum þróuðu með sér erfiða geðsjúkdóma og hafa í raun aldrei náð sér (þau ykkar sem hafði þekkt slíkt fólk vitið að við hin verjum okkur sannleikanum með því að kalla þau pappakassa eða segja þau orðin tóm í hausnum). Þó nokkur fóru út í glæpi og hafa verið inn og út úr fangelsum. Það er mér því hjartansmál að fólk taki ekki undir það sem það ekki þekkir eða veit í þessum efnum.

Halda læknar og vísindamenn sannleikanum frá okkur
Í lokin viljum við benda á það að læknar hafa flestir löngun til þess að láta gott af sér leiða varðandi heilsu fólks (allir læknar skrifa undir eið um það að láta sér ávallt annt um sjúklinga sína) og vísindamenn vilja vinna með staðreyndir og notast að mestu við megindlegar rannsóknaraðferðir. Þetta fólk er líklegast ekki að leita leiða til þess að halda lækningunni frá skjólstæðingum sínum eða réttum upplýsingum frá okkur mannfólkinu (en slík hugsun minnir svolítið á aðstæður í Afríku vegna E-bólu), þetta fólk (læknar og vísindamenn) myndi sannarlega fá rós í hnappagatið ef það kæmi með eitthvað nýtt gegnumbrot í þessum efnum. Viðurkenningu, upphefð, góð laun og það myndi fá þörf sinni til þess að láta gott af sér leiða fullnægt. Það er því allt að vinna en engu að tapa fyrir þau að setja réttar upplýsingar fram.

Lítið við á fésbókarsíðu okkar og ýtið á like/líkar við hnappinn.
Ég er