Fara í efni

Hugleiðir þú ?

Hérna eru 8 frábær hugleiðslu “öpp”
Hugleiðsla er afar góð fyrir unga sem aldna
Hugleiðsla er afar góð fyrir unga sem aldna

Hérna eru 8 frábær hugleiðslu “öpp”

Myndlistamaðurinn Tolli og félagar hans eru að vinna að íslensku hugleiðslu appi sem kemur von bráðar og kallast Ást og friður.

Buddhify

Þetta fallega hannaða „app“ er búið til fyrir hinn upptekna borgarbúa sem lifir hratt. Þú getur sagt „appinu“ hvort þú sért í ræktinni, gangandi, í bílnum eða heima. Þá getur þú valið tegund af hugleiðslu, tónlist eða valið á milli þess að karlmanns eða kvenmanns rödd leiði þig í gegnum hugleiðsluna.

Calm

Þetta einfalda „app“ setur fram 7 skref í átt að ró og friði. Það inniheldur sjö leiddar hugleiðslur sem eru allar mislangar, allt frá 2 mínútum upp í 20. Einnig er hægt að velja um mismunandi hljóð og tónlist (ímyndaðu þér strönd, grænt engi eða rigningu). Tónlistin sem er eftir Kip Mazuy, stórt nafn í hugleiðsluheiminum, er ein af því besta sem er í boði.

Smiling Mind

Fullorðnir eru ekki þeir einu sem eru stressaðir. „Appið“ Smiling Mind eða brosandi hugur var búið til í Ástralíu og er hannað til að hjálpa ungu fólki á ýmsum aldri að afstressa sig og finna frið. Í því er að finna sérsniðnar hugleiðslur fyrir mismunandi aldurshópa sem eru allar leiddar með slakandi áströlskum tónum.

Simply being

Þetta „app“ er frábært fyrir byrjendur. Það er einstaklega auðvelt í notkun og kennir helstu grundvallaratriðin í hugleiðslu í mislöngum upptökum. Veldu þitt hljóð, til dæmis; sjó, rigningu eða straum, sestu aftur og slakaðu á. Í appinu er einnig að finna fullt af góðum ráðum tengdum hugleiðslu.

Headspace

Einn af stofnendum „appsins“ Headspace er Andy Puddicombe fyrrverandi búddískur munkur sem langaði til aðgerahugleiðslu aðgengilega öllum. Í appinu er að finna 10 mínútna hugleiðslur sem eru settar fram á afslappaðan átt, án hippalega orðaforðans. Hann segir einstaka brandara en er fyrst og fremst að bjóða upp á hugleiðslu án skrauts.

Walking Meditations

Ertu allan daginn föst við skrifborðið? Þetta er appið fyrir upptekið fólk sem vill hugleiða þegar það kemur því að. Það er val á milli þriggja stuttra laga, hvert með sína áherslu. Tilvalið til þess að fá smá nútvitund inn í hádegishléið.

Meditation helper

Ef þú ert þegar komin vel á leið í hugleiðslu þá er möguleiki að þú viljir setja þér einhver markmið tengd henni. Notaðu þetta þæginlega app til að setja markmið um hvað þú vilt hugleiða lengi dag hvern. Það lætur þig vita þegar þú nærð því og hvetur þig til þess að standa við loforðin gagnvart sjálfum þér.

Andardrátturinn er lykillinn til þess að halda þér í ró og ná að hvílast í hugleiðslu. Þetta app getur hjálpað þeim sem hafa átt erfitt með að hugleiða. Í því er að finna skýrar leiðbeiningar að mismunandi öndunar tæknum og svo er einnig að finna í því slakandi tónlist til að hafa með.

Heimild: The Independent.