Fara í efni

Hugvekja fyrir bjartan dag. Þú átt aðeins eina heilsu, farðu vel með hana.

Var í stuttu viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni útvarpsmanni á Bylgjunni fyrir stuttu og lét meðal annars þau orð falla að við fengjum aðeins eina heilsu í vöggugjöf og við yrðum að fara vel með hana.
Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður á Bylgjunni
Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður á Bylgjunni

Undirrituð var í stuttu viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni útvarpsmanni á Bylgjunni fyrir stuttu og lét meðal annars þau orð falla að við fengjum aðeins eina heilsu í vöggugjöf og við yrðum að fara vel með hana. Ég hef fengið viðbrögð við þessum orðum, þykir mjög vænt um það og vildi því setja örfá orð á blað um þetta málefni.

Það er eins og margir vanmeti góða heilsu og keyri áfram og hugsi „það kemur ekkert fyrir mig“. Það er ekki þannig, við getum öll lent í ógöngum með heilsuna okkar. Auðvitað erum við mis heppin og sumir eru endalaust heppnir en aðrir bara hreint ekki.

Allt of margir fara ekki að hugsa um heilsuna sína fyrr en þeir fá „viðvörun“ frá almættinu, þá verða þeir hræddir, fara að hlusta og taka á sínum málum. Það er auðvitað jákvætt því einhversstaðar stendur „það er aldrei of seint“, en stundum er það bara of seint. Þegar þannig er komið þá er það mjög sorglegt því það bitnar á svo mörgum sem síst skildi.

Þetta sagt, látum þó ekki heilsuáhyggjur rífa okkur niður. Það er þó allt í lagi að hafa þessi orð bak við eyrað þegar við tökum ákvarðanir í daglegu lífi hvort sem það snýr að því að hreyfa sig, borða hollan mat, huga að lífstílnum okkar eða áhættusamlegu líferni.

Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarfræðingur