Hunangsgranola
Uppskriftin er úr bókinni KRÆSINGAR sem hægt er að
KAUPA HÉR
Þetta er hollur og bragðgóður morgunverður sem auðvelt er að útbúa og ómaksins vert, sérstaklega ef erfitt er að finna tilbúnar blöndur sem hvorki innihalda glúten né hnetur. Þeir sem þola þær geta bætt þeim við. Einnig má bæta við fræjum, möndlum, þurrkuðum og ferskum ávöxtum, kókosmjöli og öllu sem hugurinn girnist til að auka við fjölbreytileikann og hollustu. Grunnuppskriftin er sú sama og geymist vel.
hnetu- og eggjalaust
bragðlítil hnetulaus olía
85 g fljótandi hunang
170 g hafraflögur
tillögur að fjölbreyttara innihaldi,
hnetulaust
85 g kúrennur
55 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar
45 g graskersfræ
30 g furuhnetur, ristaðar (má sleppa)
30 g blásinn rís eða hveiti
55 g maísflögur
85 g hýðisflögur
45 g þurrkuð epli eða ananasbitar
meðlæti
ferskir ávextir árstíðarinnar, t.d. hindber, bláber, bananar ýmiskonar mjólkurafurðir, sýrðar eða ósýrðar, t.d. mjólk, jógúrt, súrmjólk
undirbúningstími 5 mínútur
eldunartími 10–15 mínútur
fyrir 4–6
1 Hitið ofninn í 180°C og smyrjið stóra ofnskúffu eða bökunarpappír með olíunni.
2 Hellið hunanginu í meðalstóra skál. Ef það er ekki nógu fljótandi er gott að lina það aðeins í vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
3 Hrærið haframjölinu varlega saman við hunangið þannig að það þeki haframjölið.
4 Smyrjið haframjölsblöndunni á bökunarplötuna og ristið í um það bil 10–15 mínútur, eða þar til það er gullið. Hristið ofnskúffuna a.m.k. einu sinni á meðan til að tryggja að haframjölið brenni ekki við.
5 Takið haframjölið út úr ofninum og látið það kólna. Geymið í vel lokuðu íláti ef þess er ekki neytt strax.
6 Blandið öðrum hráefnum saman við eftir smekk þegar nota á granolað.
ATHUGIÐ að flestir þola furuhnetur en sleppið þeim þó ef þið eruð í vafa.
TILLAGA notið mismunandi ávexti eftir árstíðum. Prófið rifin epli með kanil eða þurrkaða hitabeltisávexti, s.s. ananas, mangó og papaja.
glútenlaust, einnig eggjalaust
Fylgið uppskriftinni til vinstri, skiptið hafraflögum út fyrir rísflögur. Hægt er að skipta hýðisflögum út fyrir bókhveiti- eða hirsiflögur og notið blásin hrísgrjón í stað hveitis. Eins má setja 45 g pistasíuhnetur, og 30 g afhýddar möndlur og 45 g ristaðar heslihnetur í granolað.
mjólkurlaust, einnig eggjalaust
Fylgið uppskriftinni en notið mjólkurlaust meðlæti, s.s. sojamjólk, hrísgrjónamjólk eða tígurhnetumjólk sem inniheldur ekki hnetur. Mælt er með haframjólk ef þið þolið glúten. Að sama skapi má notna möndlu- eða heslihnetumjólk ef hnetur eru ekki vandamál. Notið þurrefnin úr hinum uppskriftunum eftir þörfum og getu.