Fara í efni

Hvað ætli hamingjusama fólkið borði ?

Gengur þú stundum í gegnum tímabil þar sem þér líður bara blahh ? Við höfum öll gengið í gegnum svona tímabil.
Borðaðu mat sem eykur á hamingjuna
Borðaðu mat sem eykur á hamingjuna

Gengur þú stundum í gegnum tímabil þar sem þér líður bara blahh ? Við höfum öll gengið í gegnum svona tímabil.

Góðu fréttirnar eru þær að hamingjan er rétt handan við hornið. Það er svo auðvelt að efla tilfinninguna fyrir vellíðan sem réttu mataræði.

Mataræði sem nærir sál og líkama. Þú þarft bara að vita hvað þú átt að grípa og setja í búðarkörfuna.

Allt er vænt sem vel er grænt

Öll höfum við heyrt „borðaðu grænmetið þitt“. Málið er til þess að líða vel þá er ekkert eins gott í skrokkinn og dökkgræna grænmetið. Má nefna grænkálið og spínat en þau eru bæði afar rík af C-vítamíni og magnesíum.

En þessi efni eru bæði afar mikilvæg því þau auka á serótónin  og dópamín í líkamanum.

Hnetur og fræ eru ekki bara fyrir íkorna

Kraftur og orkan sem hnetur og fræ gefa okkur skal aldrei vanmeta. Á meðan hör, chia, hemp, graskerfræ og valhnetur eru æðisleg uppspretta af omega-3 sem eflir góða skapið til muna að þá eru Kasjúhnetur jafnvel betri en að taka þunglyndislyf.

Ber – já bláber og acai ber

Bláberin eru flokkuð með súperfæði, þessi litlu bláu sætu bitar geta róað þig niður úr kvíðakasti og þau efla góða skapið. Þau eru ríka af vítamínum og andoxunarefni sem að dregur úr stressi. Ertu eitthvað niðurdregin? Fáðu þér lúkufylli af bláberjum í stað þess að grípa í sælgæti.

Acai berin eru rík af phytonutients og innihalda andoxunarefni í gríðalega miklu magni. Skelltu þeim í þig líka.

Hrá kakó

Það er ekkert leyndarmál að dökkt gæðasúkkulaði lætur þér líða vel, ekki satt? Þetta er vegna þess að líkaminn nýtir sér hráefni hrá-kakó en það er efnið sem gefur súkkulaði góða bragðið og litinn.

Matur sem inniheldur mikið magn af B-vítamíni

Lítið magn af B-vítamínum hefur sýnt að skapið verður dapurt, við erum að tala um B1, B3, B6,B9 og B12. 

Matur sem gefur góðan skammt af B-vítamíni eru t.d þessir: hnetur, fræ, brún hrísgrjón, hafrar, dökkgræna grænmetið eins og spínat og brokkólí og fleira. B-12 má líka finna í fisk og lífrænum mjólkurvörum. Einnig má bæta við sig B-vítamínum með því að spyrja lyfjafræðinginn hvað er best að taka.

Fiskurinn

Allir ættu að vita núna að omega-3 er heilafóður og þar af leiðandi kemur þér upp úr niðursveiflunni. Best er að fá omega-3 úr villtum lax eða regnboga silung.

Bananananananar

Í millimál, í morgunverð, í hafragrautinn, það er alltaf hægt að grípa í banana. Hann er fullur af orku, B-6 vítamíni, járni, magnesíum og kalíum og hann er einnig ríkur af trefjum. Bananar jafna líka blóðsykurinn.

Matur ríkur af D-vítamíni

Fyrir okkur sem búum á Íslandi skiptir D-vítamínið miklu máli. Það bætir skapið með því að framleiða serotonin. Þú finnur gott magn af D-vítamíni í mat eins og feitum fisk, kókósmjólk, möndlumjólk og sveppum. Á veturna er gott að bæta við aukalega á D-vítamínið, spurðu lyfjafræðinginn hvaða D-vítamín er best.

Flókin kolvetni

Má þar nefna, kjúklingabaunir, lentils, hnetur, hafra, brún hrísgrjón, kartöflur, gularbaunir, banana og fleira.

Spirulina

Þeir segja að spirulina sé það næringaríkasta sem þú getur látið ofan í þig. Spirulina er 60-70% prótein og afar rík af járni og B-vítamínum. Einnig omega-3 og 6 ásamt því að vera rík af kalki, magnesíum, fólín sýru, og vítamínum eins og A, B, C, D, E, K og andoxunarefnum.
 
Hvaða mat sækir þú í þegar þú þarft að ná þér upp úr depurð ?

Heimild: foodmatters.tv