Hvað borðum við - hugleiðing Guðna í dag
VIÐ BORÐUM HUNDRUÐ AUKEFNA – allur pakkamatur og flestar algengar og unnar fæðutegundir innihalda ýmis rotvarnarefni, þéttiefni, bindiefni, hleypiefni, vaxtarhvata, fúkkalyf, skordýraeitur, litarefni, bragðefni og ýmislegt fleira sem líkaminn lítur á sem árás. Og auðvitað fer orka líkamans í að verjast árásinni og hreinsa út eiturefnin.
VIÐ BORÐUM OG DREKKUM SÚRAR FÆÐUTEGUNDIR
– lífsnauðsynlegt sýrustig blóðsins er 7,35–7,45. Mjög margt sem við innbyrðum daglega gerir líkamann súran. Í staðinn þarf að hann að nota orku og beita ýmsum brögðum við að ná sýrustiginu niður. Þetta er ein allra mikilvægasta hliðin á næringu – við erum að fylla líkamann af fæðutegundum sem gera blóðið súrt. Það skapar aukaálag og skekkir alla starfsemi líkamans.