Fara í efni

Hvað draumar geta sagt um heilsu þína

Draumar eru skemmtilegt fyrirbæri sem gaman er að spá í þó svo að það sé nú ekki alltaf auðvelt að átta sig því hvert þeir leiða okkur, eða hvort eitthvað sé að marka þá. Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt í Mail Online þar sem draumar eru tengdir saman við heilsufar.
Hvað draumar geta sagt um heilsu þína

Draumar eru skemmtilegt fyrirbæri sem gaman er að spá í þó svo að það sé nú ekki alltaf auðvelt að átta sig því hvert þeir leiða okkur, eða hvort eitthvað sé að marka þá.

Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt í Mail Online þar sem draumar eru tengdir saman við heilsufar.

Þér gæti fundist spennandi að ræða þýðingu drauma, en draumráðningar hafa af fræðimönnum haft álíka mikla merkingu og stjörnuspeki eða ætti ég kannski að segja litla. Þrátt fyrir það halda vísindamenn að draumar geti í rauninni komið með mikilvægar upplýsingar um heilsu okkar, jafnvel varað okkur við sjúkdómum löngu áður en líkamleg einkenni koma í ljós.

Nákvæmlega af hverju okkur dreymir er ennþá ráðgáta fyrir vísindamönnum –og getur oft orðið kveikjan að miklum rökræðum. Það sem við vitum er að okkur dreymir fjórum til sex sinnum á nóttu, en við munum yfirleitt bara tvo til fjóra drauma á viku. Ástæðan fyrir þessu er sú að við munum bara drauma ef við vöknum í þeim miðjum. Ef við höldum áfram að sofa þegar draumurinn endar, gleymum við þeim um alla eilífð.

Það virðist vera sem konur muni drauma sína oftar en karlar, hugsanlega er það vegna þess að þær hafa tilhneigingu til að sofa lausari svefni en karlar og vakni upp í miðjum draum.

Okkur dreymir ekki alla nóttina. Heilinn í okkur skapar drauma á ákveðnu stigi svefnsins, þegar hraðar augnhreyfingar einkenna svefninn, REM stigið. Þar sem við sofum létt á þessu stigi svefnsins vöknum við mjög auðveldlega þegar okkur dreymir. Þessa tegund af svefni fáum við um fjórum sinnum á nóttu og fyrsta lotan hefst um 90 mínútum eftir að við sofnum.

Og hver eru þá nýjustu vísindin um draumana og þýðingu þeirra? Hvort sem þig dreymir meira en venjulega, færð martraðir eða undarlega líflega draum. Hvað þýðir þetta og hvað gæti þetta sagt um heilsufarið þitt, við ætlum að líta á nokkur dæmi.

Martraðir
Hugsanleg orsök: Beta-hemlar (hjartalyf), hjartasjúkdómar, mígreni eða svefnskortur.

Beta-hemlar eru alræmdir fyrir að valda erfiðum draumförum segir Prófessor Jim Horne, svefnsérfræðingur frá Loughborough University. Þessi algengu lyf sem notuð eru til að létta álagi á hjarta og lækka blóðþrýsing en sérfræðingar segja að þau geti einnig óbeint haft áhrif á efni í heilanum, sem komi af stað martröðum.

Til að lesa þessa grein til enda, smelltu þá HÉR

Grein af vef hjartalif.is