Hvað er blýeitrun ? Innkallanir í Júlí - of mikið blý í túrmerik kryddi
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um eftirfarandi innkallanir í júlí í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF sem vert er að vekja athygli neytenda á.
Ekki er vitað til að tilteknar vörur séu á markaði hér.
Hvað er blýeitrun ?
Blýeitrun verður til ef þú innbyrðir of mikið af því í gegnum andardrátt eða með því að gleypa það, t.d í formi málningar, ryks, vatns eða úr mat.
Blý getur skemmt næstum hvert einasta líffæri í líkamanum.
Ef börn innbyrða of mikið af blýi þá getur það haft varanleg vandamál er varða þroska. Þetta getur einnig haft áhrif á hegðun, heyrn, vandamál við einbeitingu svo sem lærdóm og á vöxt barns.
Hjá fullorðnum þá getur blýeirun skemmt heila og taugakerfi, magann og nýru. Einnig orsakar það of háan blóðþrýsting og mörg önnur heilsufarsleg vandamál.
Hvað orsakar blýeitrun ?
Blýeitrun uppgötvast yfirleitt ekki fyrr en seint. Það getur tekið mánuði eða nokkur ár að uppgötva ef orsakir fyrir sí endurteknum veikindum er blýeitrun. Hún getur einnig uppgötvast mjög fljótt, þetta fer allt eftir því hversu mikið af blýi hefur verið innbyrt á hversu löngum tíma. Það er margt sem inniheldur blý og má nefna: suma málningu, andrúmsloftið, vatn í mörgum löndum, jarðvegur, matur og margar fjöldaframleiddar vörur.
Bandaríska matvæla-og lyfjaeftirlitið hefur mælt í reglubundnu eftirliti of hátt magn af blýi í tilteknum framleiðslulotum af nokkrum vörutegundum af túrmerik kryddi. Neysla á blýi er sérstaklega varasöm fyrir barnshafandi konur og börn. Innflytjendur á túrmerik kryddi frá Bandaríkjunum hafa staðfest til Matvælastofnunar að þessar vörutegundir eru ekki til sölu hérlendis.
Blýið getur stafað af því plantan er ræktuð í býmenguðum jarðvegi og þá fylgir einnig jarðvegur rótunum í þurrkun og mölun, en blýarsenat var notað sem skordýraeitur á fyrstu áratugum síðustu aldar og situr enn í jarðvegi í mismiklu magni eftir svæðum. Einnig getur blýið borist í kryddið við þurrkun og vinnslu vegna mengunar. Þá eru þekkt tilfelli þar sem blýi hefur viljandi verið bætt í túrmerik til að auka þyngd en kryddið er selt eftir vigt.
Heimild: webmd.com
Heimild: mast.is