Hvað er íþróttasálfræði?
Íþróttasálfræði er tiltölulega ungt fyrirbæri og hefur verið að festa rætur í heimi íþrótta hægt og bítandi. Hjá besta íþróttafólki í heimi eru þessar rætur orðnar fastar og íþróttasálfræði skipar þar veigamikinn sess í æfingaáætlun þeirra bestu.
Annars staðar er íþróttafólk enn að átta sig á hvað íþróttasálfræði er og ýmiss misskilnings gætir um hvað sérfræðingar á sviði íþróttasálfræði gera. Það er til að mynda útbreiddur misskilningur að íþróttasálfræði sé fyrsta hjálp, að íþróttasálfræði sé einungis einhvers konar endurlífgunartæki sem grípa eigi til þegar frammistaða liðs eða íþróttafólks er í lágmarki, og liðinu eða íþróttafólkinu virðast allar bjargir bannaðar.
Þessi misskilningur hefur valdið því að margir þjálfarar og margt íþróttafólk beinlínis óttast íþróttasálfræðiráðgjafa og telja að á meðan þeir eigi ekki við alvarleg vandamál að stríða í sínum leik þá sé íþróttasálfræðiráðgjafi hinn mesti óþarfi, og eitthvað sem jafnvel eigi að forðast í ystu lög. Þó svo að vissulega geti íþróttasálfræðiráðgjafi verið vel til þess fallinn að koma til sem einhvers konar fyrsta hjálp og aðstoða lið eða íþróttafólk sem upplifir krísu, þá eru þau verkefni einungis brotabrot af starfi íþróttasálfræðiráðgjafa.
Í mjög stuttu og einfölduðu máli má segja að eitt af meginviðfangsefnum íþróttasálfræði sé að bæta frammistöðu íþróttafólks með því að þjálfa og bæta sálfræðilega eiginleika þess.
Íþróttafólk ver töluverðum tíma á æfingasvæðinu í tækniæfingar. Þetta gerir knattspyrnufólk til dæmis til að bæta sendingartækni sína, körfuknattleiksfólk til að bæta knattrak og fimleikafólk til að bæta tækni sína á tilteknum áhöldum. Þetta sama íþróttafólk ver einnig töluverðum tíma í lyftingarsalnum með styrktarþjálfurum. Knattspyrnufólk til að auka vinningslíkur sínar í návígum og til að auka snerpu, körfuknattleiksfólk til að auka styrk sinn undir körfunni og fimleikafólk til að auka stöðugleika á hinum ýmsu áhöldum. Þegar þetta sama íþróttafólk er spurt hvaða þættir í fari þess séu mikilvægastir til að ná árangri í íþróttum eru svörin ansi oft á þá leið að andlegir þættir séu mikilvægastir.
Það er enginn sem efast um að styrktaræfingar og tækniæfingar eru mikilvægar til að ná árangri í íþróttum. Það skýtur hins vegar skökku við að þessum andlegu þáttum . . . LESA MEIRA
Af vef andlegurstyrkur.wordpress.com