Hvað vakir fyrir okkur? spurning sem Guðni setur fram í hugleiðingu dagsins
Hugleiðing á föstudegi~
Við þurfum því að setjast niður og velta fyrir okkur tilganginum:
Hvað vakir fyrir okkur?
Hvaða áhrif ætlum við að hafa á okkur sjálf og umhverfi okkar?
Hverju ætlum við að koma til leiðar í lífinu?
Er líf mitt í dag byggt á mínum tilgangi? Mínum gildum?
Er líf mitt í dag innblásið af innri þrá til að skapa eigin örlög og hafa áhrif á heiminn? Eða er ég hérna „af því bara“?
Þetta eru stórar spurningar.
Og þú getur svarað þeim þegar þú hefur öðlast heimild – hjá þér – til að svara þeim. Þegar þú leyfir þér að setja spurningarmerki við það hvernig þú hefur lifað lífinu hingað til.