Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn.
Hvarmabólga
Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Sjúkdómurinn getur valdið einkennum sem eru afar óþægileg þ.a.e.s. bólgu, kláða og jafnvel slímmyndun í aunhvörmum og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.
Meðferð hvarmabólgu er oftast ekki flókin en hún krefst töluverðrar natni og reglusemi. Þvottur hvarma er mikilvægur kvölds og morgna.
Í apótekum fást dauðhreinsað gel og klútar sem gagnast mjög vel við hvarmabólgu.
Blephagel er dauðhreinsað gel.
Sem er án rotvarnar- og ilmefna og alkóhóls. 30g túpa, fjölskammtadæla (án lofts). Blephagel er til hreinsunar á viðkvæmum, þurrum og/eða klístruðum (slímmyndun) augnlokum og augnhárum. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin án þess að hafa áhrif á náttúrulegt ph-gildi húðarinnar – blephagel er hvorki feitt né klístrað.
Steri-Free tækni ABAK fjölskammta túpan heldur gelinu dauðhreinsuðu án rotvarnarefna allan notk- unartímann. Því má nota gelið í 8 vikur eftir að túpan er opnuð.
Blephaclean eru sótthreinsandi klútar.
Dauðhreinsaðir blautklútar sem eru án rotvarnar- og ilmefna! Vinna vel á hvarmabólgu og fjarlægja mjúklega leifar af slími og húðskorpu af augnhvörmum og úr augnhárum. Blephaclean hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun og hreinsa án þess að valda ertingu í augum eða á húð. Klútarnir gefa raka og mýkja húðina. Hentar einnig þeim sem nota linsur og fólki með þurr augu. Góðir eiginleikar blephaclean eru innihald, m.a. hýalúronsýra, iris florentina og centella asiatica.