Fara í efni

Hvenær er nóg nóg? Góð pæling frá Guðna lífsráðgjafa

hugleiðing á Sunnudegi~
hugleiðing á Sunnudegi~

Hvenær er nóg nóg?

Veltu þessu fyrir þér: Ef hamingjuna væri að finna í tilbúnum markmiðum, af hverju höfum við aldrei stoppað einn daginn á rauðu ljósi og hugsað með okkur:
„Heyrðu nú mig, ég gleðst yfir því sem ég hef öðlast í lífinu og þarf ekki lengur að leita. Ég er allt sem ég vil – ég er fullkomin mannvera. Ég hef allt sem ég þarf – líf mitt er fullkomið.“

Af hverju, eftir alla okkar leit að lífsfyllingu, hamingju og sátt, náum við aldrei að öðlast þessa tilfinningu? Getur verið að forsendurnar séu rangar í grunninn?

Getur verið að þetta lögmál gildi?

Sá sem leitar og leitar finnur aldrei neitt – en sá sem finnur og finnur, er.