Fara í efni

Hverjir mega gefa blóð

Mig langaði að kynna mér blóðbankann og þær reglur sem eru þar um þá sem mega gefa blóð. Flestir geta orðið blóðgjafar ef þeir eru fullfrískir, lyfjalausir, á aldrinum 18-60 ára og eru a.m.k 50 kg.
Gefur þú blóð?
Gefur þú blóð?

Mig langaði að kynna mér blóðbankann og þær reglur sem eru þar um þá sem mega gefa blóð.

Flestir geta orðið blóðgjafar ef þeir eru fullfrískir, lyfjalausir, á aldrinum 18-60 ára og eru a.m.k 50 kg.

Almennar reglur varðandi blóðgjöf:

Í hvert sinn sem þú gefur blóð þarftu að lesa yfir upplýsingar um smitvarnir og blóðgjöf. Í heilsufarsviðtali er svo farið yfir hvort þú uppfyllir þær kröfur sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett í reglugerð varðandi blóðgjafir.

 

Ekki gefa blóð ef þú:

1. Hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrabólgu eða alnæmisveiru.

2. Ef þú ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.

3. Ef þú hefur stundað vændi.

4. Ef þú hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinni , sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.

5. Ef þú hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnurarsjúkdóma í ætt þinni.

6. Ef þú hefur fengið horn-eða heilahimnuígræðslu.

7. Ef þú hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.

8. Ef þú hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.

Gefðu ekki blóð ef rekkjunautur þinn fellur undir lið 1-4.

Hversu oft má gefa blóð?

Heilblóðsgjöf:

Karlar geta gefið heilblóð á 3. mánaða fresti.

Konur geta gefið heilblóð á 4. mánaða fresti.

Blóðflögugjöf:

Það þurfa að líða 6-8 vikur á milli blóðflögugjafa.

Blóðflögur má gefa tveimur mánuðum eftir heilblóðsgjöf.

Heilblóð má gefa einum mánuði eftir blóðflögugjöf.

Blóðvökvagjöf (Plasma):

Líða þurfa 4 vikur á eftir heilblóðsgjöf.

Líða þurfa 2 vikur á milli blóðvökvagjafar.

Líða þurfa 4 vikur eftir blóðvökvagjöf þar til gefið er heilblóð.

Rauðkornagjöf:

Líða þurfa 3 mánuðir eftir heilblóðsgjöf þar til gefin eru rauðkorn.

Líða þurfa 6 mánuðir á milli rauðkornagjafa.

Frávísanir:

Frávísanir eru til að vernda bæði blóðgjafa og blóðþega.

Ýmsar ástæður geta valdið því að vísa verði blóðgjafa frá blóðgjöf tímabundið eða varanlega.

 

Tímabundin frávísun er t.d vegna kvefs, frunsu eða annarra einkenna sem ganga til baka. Varanleg frávísun frá blóðgjöf er vegna sjúkdóma sem geta valdið því að blóðgjöf verður of mikið álag fyrir líkamann.

Varanleg frávísun er vegna ýmissa sjúkdóma eins og t.d Hjarta- og æðasjúkdóma, flogaveiki, lungnasjúkdóma og sykursýki.

Sjúkdómar geta borist frá blóðgjafa til blóðþega. Blóðgjafi með t.d hálsbólgu, kvef eða sár vegna meiðsla hefur hugsanlega ekki mikil einkenni. Hins vegar getur blóðþegi með skert ónæmiskerfi veikst alvarlega við blóðgjöf frá slíkum einstaklingi.

Lyf sem blóðgjafi tekur geta skaðað blóðþega t.d sýklalyf, hormónalyf og verkjalyf. Einnig geta lyf haft áhrif á viðbrögð líkamans við blóðgjöf. Þess vegna er mikilvægt í hvert skipti sem blóð er gefið að láta hjúkrunarfræðing vita um öll lyf sem tekin hafa verið s.l mánuð.

Þessar upplýsingar eru fengnar af síðu blóðbankans og hana má skoða HÉR.