Hverju veitir þú athygli - hugleiðing á fimmtudegi
VIÐ ERUM LJÓS
Við erum ekki hugsanir okkar. Þær lúta eigin lögmálum sem ekki er hægt að stjórna, rétt eins og vindurinn. Og varla reynum við að stjórna vindinum?
Við ráðum því hins vegar hverju við veitum athygli – hún er það eina sem við getum stjórnað.
Hefurðu hugsað hugsanir sem þú veist ekki hvaðan koma? Þær eru ekki þú, ekki þínar. Ekki frekar en bíómyndin sem þú horfir á. Þú horfir á bíómynd og þegar hún er búin dregurðu þig út úr henni, tekur ekki ábyrgð á henni.
Ég veit að ég er ekki bíómyndin og ekki hugsanir mínar.