Hvernig er andlega heilsan?
Líður þér vel í vinnunni?
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var 10.október s.l og núna 2017 eru liðin 25 ár frá því að þessi dagur var tileinkaður geðheilbrigði til að auka vitundavakningu um mikilvægi geðverndar um allan heim.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO leggur til að áhersla þessa geðheilbrigðisdags sé á geðheilbrigði á vinnustað og að starfsmenn upplifi vellíðan í vinnunni.
Ert þú vakandi fyrir því hvernig þér líður og veist þú hvers vegna þér líður þannig?
Ef þú hefur verið haldin/n kvíða, depurð, vonleysi, eða ert æst/ur og nærð ekki árangri við að bæta líðan þína er ráðlagt að leita hjálpar. Þegar málin eru rædd má oft finna lausn eða meðferð sem hentar vel. Lærðu að þekkja eigin líðan og mælt er með að ræða við ættingja, vini, ráðgjafa, geðlækni, sálfræðing eða aðra sem þú treystir.Flestir finna fyrir kvíða og deyfð einhvern tíma á ævinni og margir ná að vinna sig út úr þeirri vanlíðan. Kvíði getur þróast yfir í angist og deyfð getur orðið að langvarandi depurð og en með að grípa inn í þessa þróun má oft fyrirbyggja erfiða geðsjúkdóma.
Dæmi um einkenni geðlægðar (e.depression)
Einkenni eru persónubundin: T.d. getur viðkomandi orðið hávær, ofbeldishneigð/ur, valdið alls konar vandræðum, aukinn pirringur hjá sumum en aðrir verða hægari eða ófélagslyndir jafnvel einangra sig.
•Einstaklingurinn upplifir að vera einskis virði, gagnslaus, fær sektartilfinningu og er vanmáttugur
•Erfiðleikar við að einbeita sér
•Matar- og svefnvenjur breytast
•Orkumissir, áhugaleysi og engin ánægja
•Lyfja og áfengis misnotku
•Erfiðleikar með persónuleg samskipti
Stundum Geðrækt sem er ómissandi hluti af heilsurækt.
Af vef heil.is