Hvernig er hægt að koma í veg fyrir aukakílóin í vetur
Þegar laufin taka að falla af trjánum og fyrstu snjókornin falla og við tökum fram hlýju fötin okkar og leitum huggunar í mat og drykk.
Ljúffengar súpur og heitt súkkulaði. Enginn að telja hitaeiningar. Svo líður að þakkagjörðarhátíðinni, jólaglögginu, jólahlaðborðunum, jólunum, áramótunum, árshátíðunum og við gelymum öllum fyrirætlunum um að borða hollt og aukakílóin kíkja í heimsókn. Og þar sem það er vetur þá er auðvelt að fela þau undir stórum kápum, víðum peysum, úlpu og stórum treflum. Við erum töff, fylgjum tískunni og þægindin ráða ferðinni.
En þurfum við á þessari aukabyrði að halda?
Það er mjög mikilvægt að vera með plan um hvernig maður heldur sér í formi á veturna, alveg eins og þegar vora tekur og við eru léttklæddari.
Hér koma nokkur ráð sem auðvelt er að tileinka sér:
1. Vökvaðu þig
Vatn er mjög mikilvægt allt árið um kring. Vertu alltaf með vatnsflösku við höndina og drekktu nóg af vatni. Það kemur ekkert í staðinn fyrir vatnið svo þú getur ekki drukkið kaffi eða te í staðinn. Það er viðbót við vatnið. Það er tilvalið að byrja daginn á volgu sítrónuvatni sem kemur þér í gang, örvar meltinguna, gefur þér orku og eykur brennsluna. Og ekki er verra að tileinka sér morgun sítrónuhreinsun.
2. Hafðu stjórn á kolvetnaneyslunni
Þú þarft ekki að hætta að neyta kolvetna en að borða kolvetni í hverri máltíð á hverjum degi er alls ekki góð hugmynd. Minnkaðu kolvetnaneyslu og vertu vandlát á hvers konar kolvetni þú lætur ofan í þig. Í stað þess að borða hvítt brauð, borðaðu þá hrökkbrauð. Slepptu hvítu pasta og fáðu þér spelt eða heilhveiti í staðinn.
3. Verðlaunaðu þig skynsamlega
Kex, kökur og sælgæti er eitthvað sem fylgir þessari árstíð og þú gætir átt góðar minningar um góðu smákökurnar hennar mömmu og súkkulaði drykkinn sem þú fékkst alltaf hjá Gunnu frænku, en farðu varlega þarna. En það þýðir ekki að þú þurfir að neita þér um allt og naga bara gulrót. Lærðu að verðlauna þig skynsamlega og minnkaðu skammtana. Smakk er oft alveg jafn fullnægjandi og fullur diskur.
Smelltu HÉR til að klára þessa grein til enda.
Grein af vef sykur.is