Hvernig fer ég að því að elska mig?
Margaret Paul skrifar: Markmið starfs míns er að leiðbeina fólki frá þeim farvegi að yfirgefa sjálft sig (afneita sér) og í þann farveg að læra að elska sig og samþykkja. – Ein af algengu yfirlýsingum þeirra sem til mín leita, eða hafa samband er:
“Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að elska sjálfa/n mig.”
Auðvitað kann þetta fólk það ekki – það hafði engar fyrirmyndir sjálfs-ástar. Fæst okkar áttu foreldra eða eiga foreldra sem voru fyrirmyndir þess að taka ábyrgð á eigin velferð og hamingju.
Samt sem áður, þegar ég spyr þetta sama fólk á hverju barn þurfi að halda til að upplifa að það sé elskað, er það ekki í vandræðum með að svara hvers barn þarfnast. Þau eiga jafnvel börn, sem þau sýna elsku og umhyggju en geta ekki ímyndað sér hvernig það virkar að elska sjálfa/n sig – barnið sem er innra með þeim.
Hér fyrir neðan eru níu atriði sem ættu að hjálpa ef þau koma frá hjartanu, – og leyfa okkur að upplifa að við séum elskuð.
1. Hlustum á okkar innri rödd, á eigin tilfinningar.
Margir eiga auðvelt með samlíðan með öðrum, og eru næmir á tilfinningar annarra – en um leið hafa þau hafa ekki hugmynd hvernig þeim sjálfum líður. Ef við hunsum tilfinningar barns, upplifir barnið að það sé ekki elskað og að hunsa okkar eigin tilfinningar hefur sömu afleiðingar – barnið hið innra upplifir að því sé hafnað, það sé yfirgefið.
2. Sýnum tilfinningum skilning og höfum samhug með okkur sjálfum.
Ef við dæmum tilfinningar okkar þannig að þær séu rangar, mun innra barnið upplifa höfnun og að vera yfirgefið af okkur sjálfum. Ef við beitum ekki dómhörku, erum góð, mild, skilningsrík og viðurkennum eigin tilfinngar, mun okkar innra barn upplifa að það sé elskað af okkur. (Þetta er sérstaklega áberandi t.d. í sorgarferli – þegar upp koma skrítnar hugsanir og tilfinningar – sem við viljum ekki finna – en best er að viðurkenna þær og finna þeim farveg út). Afneitum ekki eigin tilfinningum.
3. Verum opin fyrir því að læra hvað tilfinningar okkar eru að reyna að segja okkur.
Alveg eins og barn upplifir kærleika þegar okkur stendur ekki á sama og veitum því athygli hvernig því líður mun okkar innra barn upplifa að það sé elskað þegar við leitumst eftir að skilja og rannsaka hvað tilfinningarnar eru að tjá. Allar tilfinningar eru upplýsandi. Á sama hátt og líkamlegur sársauki varar við að það er eitthvað sem þarf að skoða, gerir tilfinninglegur sársauki það líka. Sársaukafullar tilfinningar segja okkur að við séum að yfirgefa okkur sjálf, eða að einhver sé ekki að sýna okkur elsku, eða sjálfum sér eða öðrum, eða að ástandið sé okkur óhollt. Ef við erum fús til að veita tilfinningum okkar athygli, – sinnum þeim í stað þess að hunsa, – og gerum eitthvað í því að lagfæra ástandið, munum við upplifa að við séum elskuð.
4. Sköpum gott samband við andlega uppsprettu kærleika, visku og huggunar
Elskan eða kærleikurinn er ekki tilfinning sem kemur frá huganum, heldur frá hjartanu, vegna þess að hjarta okkar er opið fyrir okkar eigin uppsprettu kærleika. Þegar þú opnar þig með þínum æðra mætti, fyrir því að elska sjálfa/n þig og aðra, mun kærleikurinn flæða inn í hjarta þitt og þú munt upplifa að þú sért elskuð/elskaður. . (Djúp og breið – myndum við syngja í sunnudagaskólanum ) .. á kærleikans sem rennur til okkar og frá okkur).
5. Veljum að umgangast kærleiksríkt fólk
Við höfum ekki alltaf það val – eins og til dæmis í starfsumhverfi – en þegar við höfum val – eins og í persónulegum samböndum – að velja að vera í kringum umhyggjusamt, styðjandi fólk sem samþykkir okkur, munum við upplifa að vera elskuð. Þegar við veljum, ítrekað, að vera í samskiptum við óvinveitt fólk, dæmandi fólk og sem jafnvel beitir ofbeldi eru skilaboðin sem við erum að senda til okkar sjálfra að við séum ekki elsku verð.
6. Stöndum með sjálfum okkur og sýnum okkur kærleika og virðingu í umgengni við annað fólk
Þegar við erum í samskiptum við einhverja sem eru okkur vond stöndum með okkur sjálfum, og látum þau sem koma illa fram við okkur vita að þessi framkoma er okkur ekki bjóðandi. Setjum skýr og eðlileg mörk. Leitumst síðan eftir að fá að vita hvað raunverulega er í gangi, eða aftengjumst viðkomandi aðila á eins kærleiksríkan máta og möguleiki er á. Að leyfa öðrum að koma illa fram við okkur sendir þau skilaboð til okkar innra barns að það eigi ekki skilið að vera elskað.
7. Pössum upp á tíma okkar, líkama, rými og efnahag.
Við upplifum að við séum elskuð þegar við gefum okkur hollan mat, andlega og líkamlega næringu, hreyfum okkur og fáum nægilegan svefn. Þegar við hunsum heilsu okkar, sendum við sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki þess virði að elska. Ef við erum alltaf sein eða óskipulögð með tíma okkar og rými, erum við enn og aftur að senda okkur þau skilaboð að við séum ekki þess virði að um okkur sé hugsað. Þegar við virðum okkar eigin tíma og annarra, og rými okkar og annarra erum við að láta okkur vita að við séum þess virði.
Þegar við eyðum um efni fram, komum okkur í óþarfa skuldir, erum við ekki að sýna okkur umhyggju, og innra barnið upplifir ótta, að það sé yfirgefið og ekki elskað. Alveg eins og raunverulegt barn þarf að upplifa öryggi hvað varðar lífsins gagn og nauðsynjar þarf okkar innra barn að skynja það.
8. Finnum starf sem við elskum – störfum við ástríðu okkar
Þar sem vinnan gtur tekið stóran hluta dagsins, er mjög mikilvægt að finna eða skapa starf sem fullnægir okkur. Ef við höldum áfram að þvinga okkur til að vinna starf sem við þolum ekki, eru skilaboðin til okkar sjálfra að við séum ekki þess virði aðgeraþað sem við þörfnumst aðgera, til að skapa fullnægjandi starfsvettvang. (Ég myndi bæta því við hér, að ef við getum alls ekki skipt um vinnu, að læra að elska það sem við erum aðgeraog fókusera á það jákvæða við starfið).
9. Sköpum jafnvægi
Ef við stundum einungis vinnu og leikum ekki, skapar það innri kvíða og spennu – í stað innri friðar. Við þurfum á jafnvægi í lífi okkar til að upplifa að við séum elskuð og elsku verð. Við þurfum tíma til að vinna, tíma til að hvílast og endurnýjast. Við þurfum líka tíma til að næra líkamann og sálina, í gegnum áhugamál sem færa okkur gleði.
Við getum ekki ætlast til þess af öðrum að vera elskuð á meðan við erum að yfirgefa okkur sjálf. Við upplifum aldrei að við séum elskuð eða elsku verð með þeim hætti. Þegar við lærum að taka ábyrgð á okkur sjálfum, tilfinningalega, líkamlega, fjarhagslega, andlega, skipulega og raunverulega ábyrgð – þá munum við upplifa að við erum elskuð og elsku verð. Að taka ábyrgð á að elska okkur fyllir hjartað kærleika, sem við getum síðan deilt með öðrum.
Að deila ást – kærleika – elsku er eitt það sem gefur okkur mesta lífsfyllingu, en við verðum að vera full af kærleika til að geta deilt kærleika. Það að læra að elska okkur sjálf er það sem fyllir okkur af kærleika.
Þú berð ábyrgð á þínu innra barni, gleði þess, hamingju og friði, og þú getur valið að elska það – eða ekki.
Heimildir: lausnin.is