Hvernig líður börnum í íþróttum?
Morgunverðarfundur samstarfshópsins Náum áttum.
Morgunverðarfundur samstarfshópsins Náum áttum verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík miðvikudaginn 3. maí nk. kl. 8:15 - 10:00.
Yfirskrift fundarins er: Hvernig líður börnum í íþróttum?
Frummælendur:
- Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Líðan barna í íþróttum.
- Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekasviðs Borgarholtsskóla. Samfélagslegt hlutverk íþrótta.
- Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ. Sýnum karakter – markmið og áherslur.
Fundarstjóri: Karítas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri íþrótta-, æskulýðs- og menningarmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Þátttökugjald er 2.400 kr. (þarf að staðgreiða) og er morgunverður innifalinn.
Skráning er á www.naumattum.is Opnast í nýjum glugga
Sjá nánar: DagskráOpnast í nýjum glugga
Rafn M. Jónsson
verkefnisstjóri