Hvers vegna aðgerð á skapabörmum?
Við erum öll misjafnlega sköpuð og þetta gildir einnig um kynfæri kvenna. Ytri og innri skapabarmar geta verið mjög mismunandi í stærð, formi og lögun.
Breyting á þeim er oftast gerð ef konum finnst skapabarmar þeirra vera of stórir og valda óþægindum eða hefta þær þannig við kynmök, íþróttaiðkun, hjólreiðar eða annað.
Með skurðaðgerð er hægt að leiðrétta þetta með því að minnka skapabarmana.
HVERNIG FER AÐGERÐIN FRAM?
Þessa aðgerð er hægt að gera í staðdeyfingu og hún tekur um eina klukkustund. Stuttu eftir aðgerð geturðu farið heim. Saumarnir sem notaðir eru, eyðast sjálfir og þarf því ekki að fjarlægja. Þeir fara sjálfkrafa etir 3-5 vikur.
EFTIR AÐGERÐ
Verkir eftir aðgerð eru litlir og venjulega aðeins þörf á verkjalyfjum í einn eða tvo daga á eftir. Eftir aðgerð áttu að taka því rólega - sérstaklega fyrsta sólarhringinn því þá er mest hætta á blæðingu. Það er því mikilvægt að taka því rólega til að minnka bólgumyndun eins og hægt er.
- Varast ber að lyfta þungu, beygja sig fram eða rembast (sérstaklega á salerninu).
- Daginn eftir aðgerð máttu fara í sturtu ens og venjulega.
- Þú mátt ekki fara í baðkar eða sund í 4 vikur eftir aðgerð vegna sýkingarhættu.
- Almennt hreinlæti minnkar hættu á sýkingu.
- Bíða skal með kynmök í 4 vikur eftir aðgerð.
Aðgerðarsvæðið bólgnar upp fyrstu 3-4 dagana, eftir það fer bólgan að hjaðna. Það tekur margar vikur fyrir alla bólguna að fara. Sýkingar eru sjaldgæfar eftir aðgerð en ef það verða auknir verkir, bólga eða hiti áttu að hafa samband strax.
Ör eftir aðgerð á skapabörmum verða venjulega mjög lítið áberandi.
Hálfu ári eftir aðgerð áttu að koma í eftirlit og einstaka sinnum er einhver ójafna eða annað sem truflar sem þá er hægt að leiðrétta með lítilli aðgerð.
Heimild: ablaeknir.is