Hvers vegna heldur fólk framhjá?
Mannfræðingurinn Dr.Helen Fischer segir það innbyggt í mannfólkið að ná sér í maka og endurtaka það ferli með reglulegu millibili.
Hún kallar það „fjögurra ára kláðann.“ Til forna, segir hún, var litið svo á að næði barn fjögurra ára aldri myndi það lifa af og spjara sig.
Líffræðilegum foreldrum barnsins væri þá frjálst að leita á önnur mið og barnið ælist upp í stórfjölskyldu eða ættbálknum.
Þessi háttsemi nær sennilega milljón ár aftur í tímann þegar forfeður og formæður nútímamanna stóðu jafnfætis á mörgum sviðum, félagslega og kynferðislega. Sum söfnuðu og önnur veiddu en eitt gerðu þau öll reglulega, þau stunduðu kynlíf og þau urðu að stunda kynlíf. Hvernig átti mannkynið annars að komast af? Eina leiðin til þess var að stunda mjög mikið kynlíf með mörgum félögum.Og vissulega virkaði það, við erum öll hérna í dag. Fjallað er um þetta mál á vefnum aarp.org.
Á meðan á öllu þessu brölti stóð, segir Dr.Fischer, jókst hormónaflæði með hverjum samförum til að auka unað og ástríðu sem svo kallaði aftur á aðrar samfarir. Þannig bendir margt til þess að mannslíkaminn sé þróaður til að veiða, safna, stunda kynlíf og geta af sér afkvæmi. En hvers vegna er ég að telja þetta allt upp, spyr hún. Jú, til þess að fá einhvern botn í það hvers vegna fólk heldur framhjá. Hvers vegna konur og karlar hætta svo miklu, eins og fjölskyldu og vinnu, fyrir stundargaman. Dr.Fischer telur að fólk haldi framhjá vegna þess að það sé þannig líffræðilega byggt að það geti ekki hamið löngun sína. Á máli mannfræðinga heitir þetta að karlarnir verði að dreifa sæði og konurnar að ala börn.
En Dr.Fischer trúir líka á frjálsan vilja.Þó við séum þannig frá náttúrunnar hendi þýðir það ekki að við verðum að halda framhjá og það er . . . LESA MEIRA