Hversu oft skiptir þú um náttföt – þ.e ef þú sefur í slíkum ?
Hér er smá „hint“: Sennilega ekki nógu oft.
Það dettur eflaust engum í hug að vera í sömu fötunum í vinnunni þrjá daga í röð. En okkur finnst ekkert að því að sofa í sömu náttfötunum þrjár nætur í röð eða lengur! Og ef það er þannig á þínu heimili þá gætir þú verið að hafa áhrif á heilsuna.
Samkvæmt nýrri könnun þá skiptir hinn venjulegi karlmaður um náttföt á tveggja vikna fresti. Hin venjulega kona hins vegar notar sín í allt að 17 daga áður en hún skellir þeim í óhreinatauið.
Náttfötin eru næst húðinni og það hrynja endalaust af okkur dauðar húðfrumur. Og húðfrumur eru fullar af örverum. Við erum öll með húð og meltingar örverur sem eru venjulega ekki hættulegar en ef þær ná að komast á ranga staði geta þær orsakað vandamál.
Og hverskyns vandamálum hugsar þú eflaust ? Jú, ansi mörg okkar bera bakteríu sem heitir klasakokkur (staphylococcus) sem getur orsakað sýkingar ef þær ná komast í sár eða rispur. Við berum öll E.coli bakteríuna í þörmunum og þó svo hún sé ekki hættuleg að þá getur hún orsakað vandamál ef hún kemst í þvagrásina og orsakar þar sýkingu.
Karlmenn / konur
2.410 bresk pör á aldrinum 18 til 30 ára voru spurð hverskonar náttföt þau notuðu og hversu oft þau skiptu um náttföt. Um helmingur kvenfólksins tók fram að þar sem náttföt eru bara notuð í nokkrar klukkustundir á nóttu að þá fannst þeim ekki nauðsynlegt að skipta oft um þau né þvo.
Karlmennirnir sögðu aðra sögu. En um 73% af þeim komu með þá afsökun að konan á heimilinu sæi um þvottinn og þeir hefðu litla stjórn á því hversu oft náttfötin væru þvegin.
Bæði KK og KVK sögðust yfirleitt nota lyktarskinið til að útkljá hvort skipta þurfti um náttföt.
En hversu oft ætti að þvo þau?
Það ætti að skipta um náttföt einu sinni í viku. Oftar ef þú svitnar mikið á nóttunni.
Jæja, hversu oft skiptir þú um náttföt ?