Hvert ætlar þú að fara - Guðni og mánudagshugleiðing
Sýnin, markmiðin og áætlanirnar eiga að vera umgjörð, ekki fjötrar. Við opinberum framgönguna þegar við notum þessar umgjarðir, framgangan opinberast eða speglast í því viðnámi eða flæði sem við upplifum við framkvæmd áætlana.
Til að upplifunin sé markviss þarf umgjörðin að vera skilmerkileg; þú þarft að vita hvert þú ætlar að fara til að komast þangað. Ef áætlun liggur ekki fyrir, þá liggur fyrir áætlun um að engin áætlun liggi fyrir. Og þá endarðu – einhvers staðar. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá liggja allar leiðir þangað, sagði einn spekingurinn. Og annar sagði: Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá geturðu aldrei vitað hvenær þú ert kominn þangað.

FRAMGANGA
Þess vegna er áætlunin mikilvæg. Umgjörð um sýnina, markmiðin og tilganginn. Og áætlunin þarf að vera hlaðin góðum straumi – þinni ástríðu. Taktu eftir líðan þinni í framgöngunni:
Einkennist líðanin af ástríðu og áræðni eða kvíða og efa?