Hvert er leyndarmálið að baki langlífi ?
Elsta kona í heiminum í dag sviptir hulunni af því hér.
Hún heitir Misao Okawa og er 116 ára.
Hún á 94.ára son og 92.ára dóttir, fjögur barnabörn og 6 barnabarna börn. Og hún er búin að vera ekkja í yfir 80 ár.
Þegar hún var 98 ára þá flutti hún á dvalarheimili fyrir aldraða.
Það tvennt sem skiptir mestu máli ef þig langar að lifa mjög lengi segir þessi elsta kona heims, er að borða þrjár máltíðir á dag og sofa alltaf 8 tíma á sólahring.
Einnig segir hún að sushi skipti miklu máli þegar kemur að mataræðinu.
Hún segist elska að borða sushi og borði það að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
En hinsvegar er ekkert víst að þessi amma hafi rétt fyrir sér.
Bóndi í Bólivíu, Carmelo Flora sem er talinn vera 120 ára segir að leyndarmálið að baki hans aldurs séu sveppir, göngutúrar og áfengi.
Hvað heldur þú að sé leyndarmálið að baki langlífi?
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg
Heimild: healtyfoodstar.com