Hvert er þitt markmið - hugleiðing Guðna
Markmið mitt er ekki að umturna á svipstundu lífi allra sem lesa þessa pistla eða koma til mín á námskeið.
En það er einlæg sannfæring mín að tilgangur hverrar manneskju sé að uppgötva frjálsan vilja sinn – að uppgötva eigin styrk og öðlast fulla heimild til að ráðstafa eigin orku og lífi eftir eigin gildum og hugmyndum; að hætta að lifa eins og skortdýr og fórnarlamb.
Að hætta að vera lauf í vindi.
Við frelsumst frá því að eltast við tilgangslaus markmið eins og asnar á eftir gulrót.
Við skiljum að líf okkar hefur alltaf tilgang – að orkunni er alltaf ráð- stafað, sama hvort við ákveðum í vitund í hvað við verjum henni eða gerum það óviljandi.
Við skiljum að það er okkar hlutverk að ákveða eigin tilgang og að þangað til erum við fórnarlömb, skortdýr, óábyrg og ó-viljandi.
Við ákveðum tilgang okkar og lýsum honum yfir.
Tilgangurinn getur af sér markmið – markmið eru draumar með tímamörkum.
Við heitbindum okkur til að stefna að þessum markmiðum.
Og þá til-göngum við strax af stað – við leggjum af staðnum sem við erum á og fikrum okkur í áttina að lífi með tilgangi, sem er innblásið og tendrað af ástríðu.