Sannleikurinn á bakvið hvíttun á tönnum
Á síðasta ári prufuðu yfir 100,000 bretar að hvítta á sér tennurnar og loksins eru þeir að viðurkenna það sem bandaríkjamenn hafa haldið fram lengi, hvítt og bjart bros gerir þig unglegri og hamingjusamar.
En er þetta bjarta blikandi bros eins öruggt og árangursríkt eins og bæklingar frá framleiðendum efnisins halda fram?
Tannlæknar sem framkvæma þessar fegrunaraðgerðir á tönnum eru sífellt í skotfæri vegna þess að þeir eru að rukka allt of mikið fyrir laser hvíttun á tönnum.
Tannkrem sem seld eru og eiga að hvítta tennur hafa verið gagnrýnd fyrir að innihalda grófar agnir sem geta skemmt glerunginn. Sumir sem hafa rannsakað þetta málefni segja að hydrogen peroxide sem er mest notaða efnið til að hvítta tennur geti verið krabbameinsvaldandi og það veikir tennurnar.
Það eru þrjár aðal hvíttunar aðferðir. Tannkrem sem inniheldur efni sem á að hreinsa í burtu bletti eða hydrogen peroxide og er þetta efni örlítið dýrara en venjulegt tannkrem sem að hundruðir þúsunda manna um alla heim nota daglega. Og svo er það leiser meðferðin.
Þú getur keypt í næsta apóteki, kassa sem er með hvíttunar efnum og leiðbeiningum, en svona kassi kostar yfirleitt rúmlega 15 þúsund kr. Í svona kassa eru gómar og hydrogen peroxide lausn og eiga þeir sem ætla að hvítta sínar tennur heima að nota þetta í tvær vikur. Efnið er sett í gómana og þeir á tennurnar að kvöldi. Þetta á að lýsa tennurnar niður um 6 til 8 tóna og er þessi aðferð næst vinsælust.
Sú nýjasta og lang dýrasta hvíttunar aðferðin er laser hvíttun. Þá er hydrogen peroxide lausn borin á tennurnar og afar sterkt ljós látið skína á þær fyrir sem bestan árangur. Þetta tekur um 15 mínútur til klukkutíma og á að lýsa tennur niður um 11 tóna. En þetta er afar dýrt.
Þessi tækni á að fjarlæga bletti af tönnum sem að oft verða til út af mat og drykk. Tannkrem reynir að fjarlæga þá en hydrogen peroxide hvíttar þá alveg af.
En hvað eru sönnunargögnin að sýna okkur. Virkar þetta? Á meðan tannkrem sem á að hvítta tennur hægir á þessum myndunum bletta, að þá segir í nýlegri rannsókn sem birt var í the British Dental Journal að flest þessara tannkrema gera ekkert gagn þegar kemur að hvíttun tanna.
„Tannkrem sem að á að fjarlægja bletti af tönnum eru ekki eins gróf og þau voru einu sinni, en það er vafi á því hvort þau lýsi tennur“ segir Mervyn Druian frá the London Tooth-Whitening Centre. „Sum þessara tannkrema innihalda hydrogen peroxide, en í svo litlu magni að það gerir ekkert gagn“.
Hvíttun með bleikiefnum getur hins vegar verið mjög virk og hræðsluáróður í kringum þau er stórlega ýktur.
„Hvíttunar pakkar og leiser hvíttun getur lýst tennur verulega“ segir Druian. „Tennur geta náð að lýsast niður um 11 tóna. Munurinn á því sem þú gerir heima, er að það tekur um tvær vikur að sýna árangur á meðan leiser meðferð tekur 30 mínútur“.
„Aðal áhættan með hydrogen peroxide, hvort sem þú ert að nota það heima eða það er notað hjá tannlækni er sú að það ertir og lýsir góminn“ segir Druian.
“Og af þessari ástæðu bera tannlæknar hvíttunarformúluna afar varlega á tennur. En þessi aðferð virkar ekki á alla. Blettir á tönnum sem hafa komið vegna sýklalyfja eins og tetracycline en það mislitar glerung á tönnum”.
Stofur sem að sérhæfa sig í því að fegra tennur vilja meina og oft án staðreynda að leiser hvíttun nái þessum blettum af. Málið er að það eru ekki nema 10 til 20 % möguleikar á að það virki.
Jacquline frá London segir okkur sýna reynslu:
“Ég fór á stofu í suður London fyrir nokkrum mánuðum til að láta hvítta á mér tennurnar. Ég hafi séð bækling frá þeim með fyrir og eftir myndum og þær voru æðislegar. Því líkur munur, og ég vildi þetta. Meðferðin var mjög dýr eða 600 pund en það er samt ódýrara en að láta setja krónur á tennurnar. Ég hafði hatað á mér tennurnar frá því ég var ung og var alltaf afar meðvituð um að ég var með gular og flekkóttar tennur. Tannlæknirinn sagði að ég myndi sjá mikinn mun og ákvað ég að taka tvær 15 mínútna meðferðir” segir Jacquline. “En þegar ég leit í spegil gat ég ennþá séð bletti. Ég vonaði að tennurnar myndu lýsast á leiðinni heim en það voru enn blettir á þeim, vinkona mín skoðaði þær og var sammála mér”.
“Auðvitað varð ég ösku reið. Mér var ekki sagt að þetta gæti gerst. Á stofunni var sagt að blettir eftir tetracycline myndu hverfa með þessari leiser meðferð. Mér finnst að ég eigi að fá endurgreitt”
John O´Maoleoin frá the British Dental Association er sammála um að auðvitað eigi alltaf að segja frá því að stundum hverfi ekki allir blettir.
“Á meðan flestar tannhvíttunar aðferðir eru öruggar og virkar að þá þurfa sjúklingar að ræða við tannlækninn um það hvaða virkni hvíttunin muni hafa og tannlæknir á ávallt að útskýra að það sé möguleiki á að tennur lýsist en það verði eftir sjáanlegir blettir” segir O´Maoleoin.
Heimildir: dailymail.co.uk