IKEA kynnir grænmetisbollurnar
Á miðvikudaginn hófst sala á nýju grænmetisbollunum í IKEA.
Bollurnar eru næsta skrefið í átt þeirrar stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á breiðara úrval af hollari matvælum sem ræktuð eru á sjálfbærari hátt.
Grænmetisbollan er eingöngu úr grænmeti og hentar þeim sem aðhyllast veganisma. Hún er umhverfisvænn kostur sem hefur til dæmis mun minna kolefnisfótspor en sænska kjötbollan okkar.
Þessi þróun er náttúrulegt skref fyrir IKEA, þar sem öll starfsemi byggir á grunnhugmyndinni um að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.
Veitingastaður IKEA er vinsæll viðkomustaður og þar er lagður mikill metnaður í að bjóða upp á ljúffenga rétti úr góðu hráefni – og alltaf á góðu verði. Nýju grænmetisbollurnar, GRÖNSAKSBULLAR, eru frábær viðbót við vinsælu kjötbollurnar, bragðmiklar, úr ljúffengu grænmeti og prótínríkar. Sala á grænmetisbollunum hefst á Veitingastaðnum 8. apríl, og verðið er 795 krónur.
Það er gríðarlegur áhugi um þessar mundir á mat og næringu, ekki síst í félagslegu samhengi. Á samfélagsmiðlum eru milljónir ljósmynda af mat og fólki að njóta matar. Þar að auki er verulega aukin áhersla á traust og ábyrgð þegar matvæli eru annars vegar. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að bjóða upp á ljúffengar veitingar á góðu verði, en auka úrvalið af hollari matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Ný stefna þýðir þróun á eftirfarandi sviðum:
- Heilsa – Við munum bjóða upp á breiðara úrval af hollari matvælum og vera vakandi fyrir skammtastærðum.
- Sjálfbærni – Við beinum athygli í auknum mæli að hráefni, ábyrgri framleiðslu og velferð dýra. Lax og síld eru mikilvægir þættir sænskrar matarhefðar. Við lok viðskiptaársins í september verða verða allir veitingastaðir IKEA og allt sjávarfang sem þar er selt, ASC eða MSC vottað, fyrir utan vatnakrabba. Unnið er að MSC vottun vatnakrabbaveiðanna.
- Ekkert fer til spillis - Við vinnum að stóru markmiði: að enginn matvælaúrgangur frá okkur endi sem landfylling og að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi okkar.