Inflúensa og RS veira (RSV) greinast á Íslandi
Á síðustu dögum hafa nokkrir einstaklingar greinst með inflúensu (bæði inflúensa A og B) og RSV.
Hún er mætt, Inflúensan
Á síðustu dögum hafa nokkrir einstaklingar greinst með inflúensu (bæði inflúensa A og B) og RSV. Þessar veirusýkingar ganga alltaf hér á landi á þessum árstíma og má búast við að fleiri einstaklingar greinist með þessar sýkingar á næstu vikum.
Inflúensa getur verið skæður sjúkdómur, einkum hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma, sjá vefsíðuna Inflúensa. Hefur sóttvarnalæknir áður hvatt þá sem eru í þeim áhættuhópi til að láta bólusetja sig (sjá frétt frá 8. des.2014).
RSV sýkir einkum börn á fyrstu aldursárum og getur valdið alvarlegum einkennum hjá yngstu börnunum. Engin bóluefni eru til gegn RSV, sjá vefsíðuna RS-veira (Respiratory Syncytial Virus).
Sóttvarnalæknir
Heimild: landlaeknir.is