Fara í efni

Jóganámskeið í Víkinni

Ljúf jógakvöld.
Jóganámskeið í Víkinni

Ljúf jógakvöld.

 

Tími:                Þriðjudagskvöld kl 20-21:30 í Karatesalnum

Námskeið 1:  15.09 - 20.10 (6 vikur) og

Námskeið 2:  27.10 - 08.12 (7vikurframhald) 

Verð:               9.000 kr. (6 vikur) og 10.500 kr. (7 vikur)

Kennari:         Elísabet Boga

Skráning:       Senda nafn og netfang á tölvupóst á almenningur@vikingur.is

             

 

 

 

 

 

 

 

 

Almenningsíþróttadeild Víkings býður upp á jóga

fyrir byrjendur og lengra komna.

Farið verður í alla þrjá þættina sem tengjast jóga

·        Öndun (pranyama)

·        Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun

·        Möntrur (dharana)

         

Farið verður rólega af stað til að undirbúa grunninn vel.

Unnið verður með liðleika líkama og sálar.

Vekjum upp líkamsvitund, uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrk og úthald.

Tökum fyrir núvitund  og ýmislegt fleira skemmtilegt.

Jógaástundun er frábær leið til að hlúa að sjálfum sér, skapa rými fyrir jákvæð samskipti og efla sköpunarkraftinn í daglegu lífi.

Elísabet hefur margra ára reynslu í jógakennslu og ástundun. Hefur kennt Ropejóga, Hláturjóga, 240 tíma nám frá Jógaskóla Kristbjargar Kristmunds og er að klára 560 tíma jóga nám frá sama skóla um þessar mundir.

Nánari upplýsingar gefur Elísabet í síma sími 7808010.