Jólabooztið sem styður við þyngdartap
Fyrir ári varð vínkona mín húkt á Acai-dufti.
Hún vissi samt ekkert hvað hún átti að gera með Acai berin en hún varð að fá þau.
Það endaði með að ég birtist heim til hennar með stóra jólakörfu með Acai dufti, Acai- og bláberja tei og Acai súkkulaði svona uppá grínið og skemmtum við okkur vel að útbúa mismunandi Acai tilraunir.
Þú ert kannski forvitin að heyra af hverju vinkona mín varð svona húgt á Acai?
Málið er að Acai duftið er náttúrulegt ofurfæði sem er þekkt fyrir þyngdartaps eiginleika sína og hefur duftið farið sigurförum í heilsuheiminum síðastliðin ár og er góð ástæða fyrir því.
Acai berin eru stútfull af andoxunarefnum og nauðsynlegum amínósýrum og steinefnum.
Einnig eru þau ótrúlega bragðgóð og sérstaklega með dökku súkkulaði, sem sakar ekki.
Ef þú vilt bara auka orkuna en ekki léttast er þér öruggt að fá þér Acai duftið og nýtur líkaminn þá frekar góðs af góðu andoxunarefnunum og öðrum kostum Acai ofurfæðunar.
Í dag fannst mér tilvalið að gefa þér uppskrift af Acai jólaboozti, enda tilvalin svona yfir hátíðhöld með tilheyrandi kræsingum.
Því með því að hlúa að þinni heilsu geturðu fyrirbyggt ofát eða að þú gleymir að fá þér að borða.
Ef þú varst ekki búin að næla þér í jólagjöfina frá mér með vikulegri áætlun sem styður við heilsu þína á hverju degi geturðu sótt hana hér
Acai jólaboozt
~ Uppskrift fyrir 2
2 tsk acai duft
4 handfylli af spínati*
½ avocadó (eða banani)
handfylli kakónibbur eða hrátt lífrænt kakó
2 tsk chia fræ
3 msk af kasjúhnetum (ath ekki ristaðar, né saltaðar)
4 dropar stevia
1 bolli bláber
1 1/2 bolli vatn og nokkrir klakar
*Fyrir þá sem eru með vanvirkan skjaldkirtil, notið lambhagasalat í stað spínats.
Blandið allt saman þangað til mjúkt og kekkjalaust. Njótið strax.
Önnur skemmtileg leið að njóta Acai Jólabooztsins er í skál með skeið og þá toppað með ferskum berjum og/eða uppáhalds múslíinu þínu.
Acai duftið fæst í verslunum Nettó og we frábært frá Rainforest merkinu.
Jólaknús, heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Og Lifðu til fulls teymið
p.s Ekki gleyma svo að sækja jólagjöfina frá mér Vikuleg áæltun til að hlúa að þinni heilsu fæst ókeypis með skráningu hér.
Gleðileg jól!