Kæru foreldrar, það er verið að ljúga að ykkur
Ath: Innihald þessarar greinar var skrifuð af Dr. Jennifer Raff og var birt á iflscience.com með hennar leyfi.
Ég vil benda á að þessi grein er skrifuð í Bandaríkjunum en mér finnst þetta áhugavert og finnst nauðsynlegt að sem flestir sjái og auðvitað lesi þetta.
Nú nýlega hefur borið mikið á mislingum og öðrum sjúkdómum sem koma má í veg fyrir með bólusetningum.
Kæru foreldrar,
Það er verið að ljúga að ykkur. Fólkið sem vill meina að það hafi hag þíns barns í huga eru að hætta heilsu þeirra og jafnvel lífi.
Þau segja að mislingar séu ekki banvænn sjúkdómur – en hann er það.
Þau segja að hlaupabóla sé ekkert alvarlegur sjúkdómur - en hann getur verið það.
Þau segja að influensa sé ekki hættuleg – en hún er það.
Þau segja að kíghósti sé ekkert svo slæmur fyrir börn að fá - en hann er það.
Þau segja að bólusetningar virki ekki til að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma.
En líf þriggja milljón barna er bjargað á degi hverjum með bólusetningum og tvær milljónir barna deyja árlega úr sjúkdómum sem að hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum.
Þau segja að “náttúruleg sýking” sé betri en bólusetning – en þau hafa rangt fyrir sér.
Þau segja að bólusetningar hafi ekki verið prófaðar næginlega vel varðandi öryggi.
En bólusetningar eru málefni sem lendir undir smásjánni oftar en nokkuð annað lyf.
Þau segja að læknar vilji ekki viðurkenna að það séu aukaverkanir vegna bólusetninga.
En aukaverkanirnar eru vel þekktar, og eru í flestum tilvikum afar mildar. Það eru til örfá dæmi þar sem aukaverkanir voru miklar.
Þau segja að MMR bólusetningarefnið orsaki einhverfu.
Þetta er ekki rétt. Sú spurning um hvort að bólusetningar orsaki einhverfu hefur verið rannsökuð aftur og aftur og bólusetningar orsaka ekki einhverfu.
Þau segja að hin venjulega röð bólusetninga sé of erfið fyrir ónæmiskerfi barna og þau ráði ekki við það. En það er ekki rétt.
Þau segja að ef börn annarra foreldra eru bólusett að þá sé engin þörf á því að þau þurfi að bólusetja sín börn.
Þetta er ein þau mest fyrirlitlegustu rök sem að flestir hafa heyrt. Í fyrstalagi, bólusetningar virka ekki alltaf, þannig að það er möguleiki á að barn sem var bólusett geti smitast af sjúkdómi, komist það í tæri við smitað barn. Og það sem verra er, sumir geta ekki látið bólusetja sig því þeir eru ónæmir fyrir efninu eða hafa ofnæmi fyrir einhverjum hluta af efninu í bólusetningum.
Þetta fólk stólar á að þeir sem eru bólusettir muni verja þau. Fólk sem velur að láta ekki bólusetja sín börn eru ekki bara að setja líf sinna barna í hættu heldur einnig börn annarra.
Þau segja að “val á náttúrulegum efnum” sé betra heldur en efni sem eru byggð á vísindum. En það er ekki rétt.
Sannleikurinn er að bólusetningar eru eitt af því besta sem við getum gert fyrir heilsu okkar barna og einnig það mikilvægasta sem þú gerir til að verja barnið þitt.
Það eiga eflaust einhverjir sem eru á móti bólusetningum eftir að koma með sinn rökstuðning afhverju það á ekki að bólusetja börn, en það er viðbúið.
Málið er nefnileg að þau hafa ekki nein sterk rök fyrir því að bólusetningar séu hættulegar. Hinar yfirgnæfandi vísindalegu sannanir fyrir því að bólusetningar séu ekki hættulegar ættu að þagga niður í þeim.
En hvers vegna ætli það sé verið að reyna að ljúga að okkur? Sumir eru að því til að græða peninga, það eru þeir sem vilja selja foreldrum náttúruleg hjálparmeðöl. En þetta er ekkert nema bara hræðsluáróður.
Auðvitað eru margir sem eru á móti bólusetningum ekkert að meina neitt illt. Þetta fólk trúir því virkilega að bólusetningar séu óþarfar eða hættulegar.
En eins og einn góður stjörnufræðingur sagði nýlega, „það góða við vísindi er, að þau eru sönn hvort sem þú trúir þeim eða ekki“.
Fyrir ykkur þarna úti sem trúið ekki á bólusetningar, kynnið ykkur málið!
Ég er ekki að tala um að fara á netið og Googla upplýsingar, farið heldur og lesið hvað vísindin segja um bólusetningar. Einnig er afar gott að vita hvernig ónæmiskerfið virkar.
Lestu um sögu sjúkdóma áður en bólusetningar voru til, talaðu við eldra fólk sem man eftir mænusótt, lömunarveiki, mislingum og öðrum sjúkdómum sem ekki var hægt að koma í veg fyrir á þeim tíma. Lestu um það hvernig bólusetningar eru byggðar upp og hvernig þær virka.
Lestu um Andrew Wakefield og hvernig hans ritgerð um tengls milli MMR bólusetningarefnis og einhverfu. Lestu allt efni sem þú kemst yfir, þá er ég að tala um að fara á bókasafnið, lesa læknisfræðirit og fleira.
Þetta lítur út fyrir að vera mikil vinna og þykkir doðrantar um vísindi geta virkað ógnandi. En ekki staðhæfa eitthvað ef þú hefur ekki kynnt þér málið almennilega.
Þú skuldar börnunum þínum og þér að rannsaka þetta málefni ofan í kjölinn. Ekki stóla á eitthvað sem þú heyrðir frá ókunnugum eða sást í lítilli grein á netinu. Gerðu þína eigin rannsókn.
Sama hvað þeir sem trúa ekki á bólusetningar segja, ekki vera hrædd(ur) við bólusetningar.
Þú ættir frekar að vera hrædd(ur) um hvað myndi gerast án þeirra.
Heimild: iflscience.com