Kaldar hendur og fætur – það gæti verið alvarlegra en þú heldur
Kaldir fingur og tær er fyrirbæri sem orsakast af ferli sem viðheldur líkamshita mikilvægra líffæra.
Þetta fyrirbæri er algengara hjá konum en karlmönnum.
Ef þetta er að koma fyrir hjá þér reglulega þá gæti þetta verið merki um alvarleg heilsufarsleg vandamál.
- Sykursýki
Kaldar hendur og fætur geta verið fyrstu merki um sykursýki. Þessi sjúkdómur hefur áhrif á blóðflæði og taugakerfið og er fyrirbærið kaldar hendur og fætur oft fyrstu merki um sykursýki.
Ef þú ert endalaust þyrst, þarft að borða mikið en ert ekkert að þyngjast né grennast að þá skaltu láta athuga hjá þér blóðsykurinn.
- Blóðleysi
Ef fleiri einkenni eins og höfuðverkur, spenna og þreyta þá þarftu að láta athuga hjá þér járnbúskapinn hið fyrsta. Járn er afar mikilvægt blóðinu því það sér um að flytja súrefni í blóði og gefur blóðinu þennan rauða lit.
- Skjaldkirtillinn
Ef að skjaldkirtillinn fer að minnka sína framleiðslu þá hægir á efnaskiptum í líkamanum. Að verða kulsækinn er bara eitt af einkennunum sem geta verið merki um að skjaldkirtillinn sé ekki að virka sem skildi. Þreyta, svefnsýki, hægar hreyfingar, hægur talandi og óþol við háan hita eru skýr einkenni að skjaldkirtill sé vanvirkur.
- Stress
Það er enn eitt einkennið sem kaldar hendur og fætur geta verið að gefa í skyn. Stress hraðar á adrenalíni sem er hormón framleitt í adrenal kirtli og gerir það að verkum að æðar þrengjast og blóðflæðið veikist.
Heimild: healtyfoodstar.com