Kalt núðlusalat með rækjum, avacado, baunaspírum og sesamdressingu
Núðlusalatið:
(aðalréttur fyrir 4)
100 g Hrísgrjónanúðlur
50 g Blaðlaukur (skorin í þunna strimla)
50 g Hvítkál (skorið í þunna strimla)
50 g Paprika rauð (skorin í þunna strimla)
50 g Baunaspírur
½ búnt Kóríander ferskt (saxað)
50 g Pecanhnetur (helst ristaðar)
400 g Rækjur
1 stk Avacado (skorið í teninga)
1 stk Lime til að kreista yfir og skrauts
Sesamdressing:
2 dl Soyasósa
2 msk Hunang
1 msk Apríkósumarmelaði (lífrænt og sykurlaust)
3 msk Sweet Chilisósa
2 msk Sesamolía
Safi úr einu Lime
1 tsk Karrýduft
2 msk Sesamfræ
½ búnt ferskt Kóríander
Aðferð:
Öllu blandað saman í skál.
Aðferð:
Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum, kælið undir köldu vatni og sigtið. Setjið saman núðlurnar, paprikuna, blaðlaukinn og hvítkálið. Hellið dressingunni yfir og blandið þessu vel saman, setjið í kæli og geymið í minnst 60 mín. Þá er baunaspírunum, 2/3 af kóríandernum, 2/3 af hnetunum og rækjunum blandað saman við núðlurnar. Stráið restinni af kóríandernum og hnetunum yfir og einni limesneið, svona aðeins til skrauts.
Munið að hlutfölinl í svona uppskriftum er bara til að styðjast við og menn leika sér með hlutföllin eftir smekk hvers og eins.