Karlmenn: Er það goðsögn að þeir verði mun veikari en konur ?
Að karlmenn verið veikari en konur er víst engin goðsögn.
Vísindamenn hafa sannað að karlmenn þjást meira í sínum veikindum en konur.
Geta karlmanna til að breyta nefrennsli í flensu og höfuðverk í mígreni hefur löngum verið að fara í taugarna á eiginkonum og kærustum.
Samkvæmt þessari nýju könnun þá er þetta víst raunveruleikinn. Karlmenn eru ekki að plata okkur, þeir þjást meira og lengur af flensum og öðrum veikindum.
Vísindamenn vilja meina að sú hugsun hjá karlmönnum "live fast, die young" lífstíllinn þýði það að þeir hafi ekki byggt upp ónæmiskerfið hjá sér eins og konur hafa gert.
Og orsökin er að ekki bara fá þeir oftar flensur, heldur þjást þeir meira, alvarlega og lengur af þeim.
Þannig að ævintýralegur lífsstíll karlmanna sýnir að þeir eru meira móttækilegir fyrir veikindum.
Olivier Restif er prófessor við University of Cambridge sagði: "í mörgum tilvikum að þá eru karlmenn meira móttækilegir fyrir sýkingum og hafa minna mótstöðuafl til að losna við þær".
Mismunurinn á milli kynja: Konur eru fljótari að hrista af sér flensur og kvefpestir á meðan karlmenn eru veikari lengur og slær oftar niður eða fá hverja pestina á fætur annarri.
Ef við spáum í dýraríkinu, þá eru karldýrin veikara kynið og meira segja karldýrin verða oft veikari en kvendýrið. Eins og hjá okkur mannfólkinu.
Ástæðan fyrir þessu eru sú að karldýrið vill viðhalda styrk sínum í því að fjölga sér og væri það meira áríðandi en að lagast af veikindum. En hjá kvendýrunum er þetta alveg á hinn veginn.