Vissir þú þetta um karlmenn og kynlíf?
Heyrt frá karlmanni: “Kynlíf er eins og pizza: jafnvel þegar hún er vond að þá er hún góð”. En þetta er bara uppspuni sem að við viljum gjarnan henda út á gaddinn fyrir fullt og allt.
“Það er alltaf talað um hversu karlmenn og konur séu ólík, en ég held að það hafi verið stórlega ýkt” segir Abraham Morgentaler, M.D og höfundur bókarinnar “Why Men Fake It: The Totally Unexpected Truth About Men and Sex.” Sem framkvæmdastjóri Men’s Health í Boston og professor í þvagfærafræði við Harvard Medical School, hefur Morgentaler verið að hjálpa karlmönnum með þeirra kynlíf í yfir 25 ár. Og eins og heiti bókar hans segir, þá hefur hann heyrt margar áhugaverðar sögur um karlmenn og kynlíf.
Við báðum Morgentaler að upplýsa okkur um það sem hefur komið honum mest á óvart um það sem að konur vita ekki um karlmenn og kynlíf.
Þú ættir að fá þér sæti núna.
Karlmenn geta og þeir gera sér upp fullnægingu
Í rannsókninni sem að hvatti Morgentaler að skrifa bókina, kom til hans maður sem var í vandræðum með að hætta að gera sér upp fullnægingar með kærustunni. Hann hafði ekki getað fengið fullnægingu í samförum allt sitt líf. Hann elskaði kærustuna og hélt því áfram að gera sér upp fullnægingar til að móðga hana ekki. Hneyksluð? Og hann er sko alls ekki sá eini.
“Á meðan ég var að skrifa bókina og var að taka viðtöl við fólk í sambandi við hana þá kom það mér svakalega á óvart hversu margir karlmenn sögðu mér að þeir höfðu gert sér upp fullnægingar” sagði Morgentaler.
Þá fer maður að hugsa um eitt, sönnunargögnin? Ef karlmaður notar smokk þá er hann fljótur að losa sig við hann svo ekki sjáist að hann sé tómur. “Ef karlmaður er ekki að nota smokk að þá er það spurningin um hversu mikið af sæði hann losar og hversu vel konan tekur eftir því” segir Morgentaler.
Fullnæging hjá karlmanni er ekki alltaf sæðislosun
Í alvöru? Í sumum tilvikum geta karlmenn fengið fullnægingu án þess að fá sáðlát. Hjá karlmönnum með sykursýki að þá lokast opið að blöðrunni ekki vel og vökvinn getur þess vegna farið aftur inn í blöðruna. (losun verður þegar pissað er eftir kynlíf).
Karlmenn gera sér upp fullnægingu vegna sömu ástæðu og konur gera það
Samkvæmt flestum þeim karlmönnum sem að Morgentaler hefur haft í meðferð, þá er aðal ástæðan fyrir því að karlmenn gera sér upp fullnægingu sú, að þeir bara voru ekki að ná því að “koma”. Þetta er einmitt sama ástæða og konur gera sér upp fullnægingu. Ástæðurnar geta verið margar: Hann er kannski fullur, er á lyfjum við kvíða og þunglyndi og þá er erfitt að fá það. “það er alveg það sama með konur” segir Morgentaler.
Yngri karlmenn eiga líka í vandræðum með að fá standpínu
Það eru ekki bara karlmenn yfir fertugt sem að leita sér hjápar varðandi kynlíf og þurfa að fá litlu bláu pilluna. “Karlmenn, líka þessir sem eru yngri eru oft með ýmis vandamál á kynferðislegasviðinu” segir Morgentaler. “Og þetta er sko ekki sjalfgæft”. Og það eru ekki bara vandamál með stinningu heldur er einnig bráðlátt sáðlát sem að um 20% af karlmönnum þurfa að eiga við.” Segir Morgentaler.
Stundum eru karlmenn bara ekki í stuði
“Þessi hugmynd um að karlmenn séu alltaf til í tuskið er bara ekki rétt” segir Morgentaler. “það getur verið satt og rétt um 18 ára aldurinn en hlutirnir breytast með þeirri ábyrgð sem að fylgir því að eldast”. Við höldum að þetta sé eðlilegt þegar við konur erum ekki í stuði, við erum þrútnar og fleira, en einhverra hluta vegna höldum við að karlmenn séu ónæmir fyrir slíkum hlutum. Málið er, að þeir eru það ekki. Þannig að ef hann er ekki í stuði eitthvert kvöldið, ekki taka það nærri þér – það er alveg eðlilegt að karlmenn segi pass við kynlífi einstaka sinnum.
Karlmenn eru oft einbeittari að þinni vellíðan en þeirra eigin
Til er sá uppspuni að karlmenn geti verið sjálfelskir í rúminu. En þegar litið er yfir þau mál sem að Morgentaler hefur séð á sinni stofu að þá er þetta algjörlega öfugt. Karlmenn, eins og konur er afar oft umhugað um að gleðja makann. “Um leið og karlmaður fer að bera tilfinningar til konu – þó ekki sé nema til þess að henna líki við hann þá færir hann fókusinn af sjálfum sér yfir á hana til að hún fái fullnægingu” segir Morgentaler.
Og sem dæmi, að þá er eitt ákveðið atvik í miklu uppáhaldi hjá Morgentaler, en það kom til hans maður sem að er lamaður en gat loksins stundað kynlíf með eiginkonunni því hann hafði fengið reður – innspýtingu. Þessi maður var afar glaður og sagði Morgentaler að honum liði loksins eins og karlmanni aftur. En munið þetta, hann hafði sjálfur enga tilfinningu í sínum lim. “Þessi saga er um mann sem að vildi geta sinnt sinni konu í rúminu”.
Sumir karlmenn eru afar viðkvæmir þegar kemur að þeirra frammistöðu
Við erum ekkert svo ólík, ekki satt? Morgentaler er með sjúklinga sem að hafa átt slæma reynslu þegar kemur að kynlífi. Það þarf t.d bara eitt neikvætt að gerast eða slæm kynlífsreynsla. Þegar stórir og sterkir karlmenn brotna saman á skrifstofunni hans og eru niðurbrotnir yfir því að eiginkonan sé að gera sér upp fullnægingu. Þessi mál hafa sýnt honum að sumir karlmenn og þeirra sjálfstraust og karlmennska liggur djúpt á því hvernig þeir sjá sig sem kynlífsfélaga. “Ef að kona vil vita hvað er lang best að gera til að halda sambandinu á jákvæðu nótunum, að láttu þá karlmanninn vita hvað hann er að gera rétt. Þó ekki nema eitt: vá, þetta var æðislegt. En hrós gerir undur fyrir alla eins og við vitum”.
Konur geta haft meiri kynhvöt en karlmenn
Samkvæmt Morgentaler að þá erum við í miðjum breytingum varðandi kynlíf. Konur í dag eru opnari varðandi kynlíf og ekki lengur vandræðalegar þegar þær vita nákvæmlega hvað það er sem þær vilja í rúminu. Sem er auðvitað afar jákvætt. “Það sem ég er að sjá núna eru karlmenn sem koma og hitta mig og lýsa sambandinu sem þeir eru í og segja mér að konan vilji stunda meira kynlíf en þeir”.
Karlmenn eru farnir að sækja í Viagra til að endast lengur í samförum.
Í lokin: Bæði kyn verða að taka í sátt að það eru ekki allir með eins mikla kynhvöt.
Heimildir: womenshealthmag.com