Fara í efni

Kelerí og samfarir

Hvað er kelerí?
Kelerí og samfarir

Kelerí er kynferðislegt samneyti sem byggist á að gæla við hvort annað án þess að það leiði til samfara.

Með keleríi gælir þú við og örvar líkama elskanda þíns þannig að kynferðislegr spenna eykst. Það leiðir oftast til fullnægingar annars eða beggja elskenda.

 

 

Það mætti einnig kalla þetta gagnkvæma sjálfsfróun.

Kelerí getur verið heppilegt fyrir par sem vill njóta kynlífs án þess að hafa samfarir.

Kelerí er sjálfsagt mest stundað af pörum sem af trúarlegum eða siðferðislegum ástæðum leyfa sér ekki að hafa samfarir fyrir hjónaband. Stúlkan getur enn sannað að hún er óspjölluð – meyjarhaftið órofið – þótt dásamlegt og þróttmikið kynlíf hafi verið stundað þar sem allt annað var leyfilegt. Nokkurs konar tvöfalt siðgæði, en skiljanlegt þar sem unga fólkið hefur þörf fyrir að kynnast og njóta ásta en aðeins slíkt kelerí samrýmist siðferðiskennd þeirra, eða fyrir liggur bann foreldra eða annarra sem telja sig hafa boðvald yfir þeim.

Hvernig er kelerí stundað?

Kelerí líkist oft því sem kallast forleikur samfara. Fólk gælir hvort við annað, ertir kynfærin með höndum, fótum, líkama eða munni.

Allt er leyfilegt og eðlilegt svo framarlega sem báðum líkar það og eru sammála um það. Þegar kynlíf er annars vegar skiptir öllu að einlægni ríki um þarfir og langanir til að gagnkvæm hlýja, örvun og fullnæging fáist.

Elskendurnir þurfa að gefa skýrt til kynna hvað þeir vilja og tala tæpitungulaust um það sem þeir kæra sig alls ekki um. Ef báðum er ljóst hvað hitt vill er ekkert því til fyrirstöðu að njóta þess.

Er kynlíf annað en samfarir?

Samfarir eru aðeins brot af kynlífinu. Sumir halda eða trúa að samfarir séu það mikilvægasta af öllu. Sérstaklega er algengt að ungir menn af einskærum misskilningi hamist eins og naut í flagi á kærustunni sem fær ekker út úr því fyrr en allt er búið. Það mætti næstum kalla þetta sjálfviljuga nauðgun.

Það er löngu liðin tíð að karlinn stjórni alveg hvenær, hvar og hve lengi. að minnsta kosti ætti svo að vera.

Kynferðislegt samlíf getur tekið nokkrar mínútur eða nokkrar klukkustundir. Sjálfar samfarirnar eru minnsti hlutinn, í tíma talið, en samt sá hluti sem mörgum finnst unaðslegastur af öllu.

Hvernig fær maður fullnægingu?

Venjulega fær karlmaðurinn fullnægingu við samfarir. Sumir fá hana líka fyrir samfarir og aðrir eftir að þeim er lokið.

Konur eiga líka að geta fengið fullnægingu við samfarir. En samfarir geta staðið yfir í 1 til 30 mínútur. Algengt er að það þurfi fimm til tíu mínútna samfarir þar til að konur fái fullnægingu.

En samfarahreyfingarnar eru ekki alltaf nægilegar. Kelerí og gælur við kynfæri hennar, sérstaklega snípinn og svæðið umhverfis hann, er nauðsynlegt fyrir margarkonur, jafnvel flestar, til að fá fullnægingu í samförunum sem fylgja í kjölfarið.

Snípurinn er örvaður með fingrunum, munninum eða tungunni þar til konan er við það að fá fullnægingu. Þá er byrjað á samförunum sem leiða til fullnægingar.

Draumurinn um að bæði nái fullnægingu samtímis við samfarir rætist af og til. En í tveimur skiptum af þremur fær konan fullnægingu á eftir manninum. Það gerir ekkert til ef fólk gerir sér grein um að þetta er eðlilegt.

Hvað þýðir fullnæging?

Sumar konur geta, öfugt við flesta karla, fengið margar fullnægingar hverja á fætur annarri, án þess að kynferðisleg spenna eða löngun til að halda áfram dofni inn á milli. Þennan eiginleika hafa flestir drengir og kornungir karlmenn.

Þrátt fyrir að fullnægingin sé það takmark sem flestir eða allir vilja ná er ekkert því til fyrirstöðu að kynferðisleg atlot og samfarir geti veitt unað án þess að báðir elskendurnir fái fullnægingu. Baráttan við að ná fullnægingunni, fullnægingarkapphlaupið, getur skemmt annars góð atlot, því að hvorugt vill valda hinu vonbrigðum. Henni finnst hún ekki nógu góð eða eitthvað vanti og honum finnst það oft líka.

Ef ekki er hugsað um fullnæginguna heldur hvers andartaks sannarlega notið og ekki er hugsað um umhverfið eða hvað ætti að gera eða hægt að gera kemur þetta af sjálfu sér.

Heimild: doktor.is