Fara í efni

Keppt var í hálfu maraþoni og 10km í 33. Reykjavíkurmaraþonið sem fór fram 20. ágúst

Keppt var í hálfu maraþoni og 10km í 33. Reykjavíkurmaraþonið sem fór fram 20. ágúst

Keppt var í hálfu maraþoni og 10km í 33. Reykjavíkurmaraþonið sem fór fram 20. ágúst. 2530 hlupu hálft maraþon, 1269 karlar og 1261 kona, kynjahlutfallið þar var því mjög jafnt. 

Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni á tímanunum 1:10.04 klst sem er hans annars besti tími en hann á best 1:09,35 klst en Kári Steinn Karlsson varð 2. á 1:10,12 klst. og Mark Lozano frá Frakklandi varð 3. á 1:10,55 klst, það var því stutt á milli fyrstu þriggja. Í hálfu maraþoni kvenna varð Helen Ólafsdóttir fyrst kvenna í mark á tímanum 1:24,32 klst, Katarína Lovrantova frá Slóvakíu varð 2. á 1:25,05 klst og Elín Edda Sigurðardóttir varð 3. á 1:27.19 klst. Þetta var 4. besti tími Helenar frá upphafi en hún á best 1:22,13 klst síðan í Reykjavíkurmaraþoni árið 2013. Elín Edda var að bæta sinn besta tíma í hálfu maraþoni um nærri 3 mínútur en hún átti best 1:30,26 klst frá því í fyrra, þess má geta að Elín Edda sigraði í Jökulsárhlaupinu í sumar.

Í 10 km varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir hlutskörpust í kvennaflokki á tímanum 36:51 mín sem er frábær tími og hennar besti tími frá upphafi, bæting um 4 sek. Þær Andrea Kolbeinsdóttir og Fríða Rún Þórðardóttir urðu í 2. og 3. sæti, Andrea á tímanum 38:28 mín sem er hennar þriðji besti tími en hún á best 37:38 mín síðan í fyrra en Fríða Rún á 38:43 mín sem er hennar 11. besti tími frá upphafi í 10 km götuhlaupi en hún á best 36:59 mín síðan árið 2000. Stúlkurnar hlupu allar mjög vel ef horft er á heildar röð í mark en Arndís varð 10. í mark, Andrea 20. og Fríða Rún 24.

Hér má sjá Fríðu Rún koma í mark

Í karlaflokki varð finninn Lauri Takacsi-Nagy í fyrsta sæti á 33:24 mín, Ingvar Hjartarson varð 2. á 33:28 mín og Sigurður Örn Ragnarsson 3. á 34:22 mín

Ingvar á best 32:00 mín siðan árið 2014 en góður árangur engu að síður.

5702 luku 10 km hlaupinu, 3289 konur og 2413 karlar, sem er áhugaverð skipting.

Til hamingju allir sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu, sama hversu langt þú hljópst í þetta sinn. Það að taka þátt er það mikilvægasta. Einnig þakkir til allra þeirra sem hlupu til góðs en yfir 70 milljónir hafa safnast nú þegar. 

Áhorfendur fá einnig hrós og kærar þakkir frá hlaupurnum, það léttir skrefin sannarlega að fá hvatninguna beint í æða alla leiðina.

Íslandsmeistaramótið í Maraþonhlaupi fór fram samhliða Reykjavíkur Maraþoni í gær og urðu þau Arnar Pétursson ÍR og Sigrún Sigurðardóttir Íslandsmeistarar 2016

Íslandsmeistaramótið í Maraþonhlaupi fór fram samhliða Reykjavíkur Maraþoni í gær en veðrið lék við keppendur enda þótt sumum hafi þótt heldur heitt í veðri. Alls luku 467 konur og 839 karlar heilu maraþoni, eða samtals 1306 manns. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 2 klst. 33 mín og 15 sekúndur, Sigurjón Ernir Sturluson varð 2 á 2:54.28 klst. og Búi Steinn Kárason varð 3. á 3:13,26 klst. Arnar varð 2. í mark af öllum keppendum, Sigurjón varð 12. og Búi 36.
Í kvennaflokki kom Sigrún Sigurðardóttir fyrst íslensku kvennanna í mark á tímanum 3:23.53 klst, Björg Alexandersdóttir varð 2. á 3:41,02 klst og Guðrún Bergsteinsdóttir varð 3. á 3:42,24 klst. Betty Bohane sigraði í maraþonið kvenna á 3:06.27 klst. Sigrún kom 9. í mark, Guðrún 24. og Guðrún 29. 
 
Heildar úrslitin eru hér http://marathon.is/reykjavikurmaraton 
 
Óskum þeim og öllum sem þreyttu keppni í Reykjavíkur maraþoni til hamingju með sinn árangur. Frábært að sjá hversu margir eru farnir að taka þátt í hlaupinu.