Fara í efni

Kerrupúlstími, einkunnarorð og lýsing.

Í upphafi námskeiðs eru iðkenndur beðnir um að tilkynna þjálfurum um stoðkerfisvandamál, eins og t.d grindarverki.
Kerrupúlstími, einkunnarorð og lýsing.

Kerrupúlstími, einkunnarorð og lýsing.

Einkunnarorð Kerrúpúls eru;

                * að mæður njóti útiveru saman í fallegu umhverfi með börnin sín með sér

                * að veita hvatningu og aðhald við hæfi

Í hverjum tíma eru ávalt tveit þjálfarar til staðar. Annar þjálfarinn leiðir hópinn en hinn rekur lestina og hugar að þeim sem fara hægar yfir. Þannig getur hver og ein kerrupúlsmóðir farið á sínum hraða og þannig getur hópurinn verið blandaður af byrjendum sem og lengra komnum. Þjálfararnir eru duglegir við að passa upp að allir fái verkefni við sitt hæfi, annað hvort með því að auka við endurtekningar og ákefð hjá þeim sem lengur hafa verið eða draga úr ákefð hjá nýjum. 

Í upphafi námskeiðs eru iðkenndur beðnir um að tilkynna þjálfurum um stoðkerfisvandamál, eins og t.d grindarverki.

Eitthvað er um létt skokk í hverjum tíma, en hver og ein kona getur stjórnað því hvort hún skokki eða ekki. Það er líka alltaf svigrúm til að breyta yfir í röska göngu í staðinn fyrir skokk þegar um slíkt er að ræða!

 

Uppbygging hefðbundins Kerrupúlstíma:

Staðsetning: Laugardalurinn og hans nánasta umhverfi.

Kraftganga með vagnana í upphitun, upp og niður brekkur og á flötu.

Stöðvaþjálfun í mjög fjölbreyttu formi þar sem lögð er áhersla á þol og styrk. Einstaklingsæfingar í bland við para– og hópæfingar. Áhersla er lögð á stóru vöðvahópana og svæðið í kringum grindina, til að styrkja líkama mæðranna eftir barnsburð, en einnig á efri hluta líkamans ....... við þurfum jú allar að geta haldið á börnunum okkar án þess að bugast undan vöðvabólgu. Æfingar eru gerðar ýmist með vagnana eða án þeirra.

Tímarnir eru þannig upp byggðir að ekki er stoppað of lengi á hverjum stað fyrir sig. Þess í stað er stoppað oftar og styttra og arkað rösklega á milli með vagnana. Þannig höldum við púlsinum uppi og aukum þolið og gönguhraðann hratt og markvisst.

Allir tímarnir enda á léttum teygjuæfingum en það er svolítið háð veðurfari hversu lengi við stoppum við teygjurnar.

Allar konur eru velkomnar með börnin sín í Kerrupúl.