Fara í efni

Döðlu og gráðaosta kjúklingabringur með villtri sveppasósu

Uppskrift af döðlu og gráðaosta kjúklingagringum fyrir 4 að hætti Rikku.
Döðlu og gráðaosta kjúklingabringur með villtri sveppasósu

Þessi kjúklingaréttur er svakalega girnilegur. Skora á ykkur matgæðinga að prufa hann um helgina. 

 

Hráefni: 

4 kjúklingabringur
50 g gráðaostur
8 mjúkar döðlur, fínsaxaðar
50 g pekanhnetur, grófsaxaðar
salt og nýmalaður pipar
2 msk ólífuolía
1 tsk salvíukrydd


VILLT SVEPPASÓSA:

1 msk smjör
200 g ferskir sveppir, sneiddir
50 g þurrkaðir villisveppir
3/4 kjúklingakraftstengingur
1 tsk salvíukrydd
400 ml matreiðslurjómi
salt og nýmalaður pipar
 

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 180°C. Skerið vasa í kjúklingabringurnar.
Blandið gráðaosti, döðlum og pekanhnetum saman og fyllið vasana.
Hellið ólífuolíu yfir bringurnar og kryddið með salti og pipar.
Stráið salvíukryddi yfir og bakið í 25 mínútur
 
VILLT SVEPPASÓSA:
 
Steikið sveppina upp úr smjörinu og bætið salvíu og kjúklingakrafti saman við.
Hellið rjómanum smám saman við og látið malla í 10 mínútur.
Kryddið með salti og pipar og berið fram með kjúklingabringunum.
Gott er að bera réttinn fram með kartöflumús og fersku salati.
 
Njótið vel!