Kjúklingarétturinn ótrúlegi
Geggjaður kjúklingaréttur á núll einni!
Fyrir: 3-4
Hráefni:
1 kg Rose Poultry kjúklingalæri skorin í 2-3 bita
2 msk grænmetisolía
6 þunnskornar sneiðar engifer, afhýtt
60 ml + 2 msk Rice vinegar frá Blue Dragon
2 msk Soy sauce frá Blue Dragon
60 ml Sesame oil frá Blue Dragon
25 g fersk basilíka
Leiðbeiningar:
1. Setjið kjúklinginn í pott með vatni þannig að það fljóti yfir kjúklinginn. Hitið rólega að suðu og takið frá alla froðu sem myndast. Leyfið að mallast í 10 mínútur. Takið kjúklinginn úr vatninu og þerrið.
2. Hitið olíu á pönnu (wok ef þið eigið – annars bara þessa hefðbundnu) við háan hita. Setjið engifer á pönnuna og steikið í um 30 sek og hrærið á meðan reglulega í engiferinu. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 30 sek.
3. Bætið því næst 2 msk af hrísgrjónaediki og 1 msk af sojasósu. Steikið í um 2 mínútur eða minna þar til kjúklingurinn hefur brúnast.
4. Bætið 60 ml af hrísgrjónaediki, 1 msk a sojasósu og 60 ml af sesamolíu saman við og leyfið að malla við meðalhita í um 20 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
5. Bætið að lokum basilíkunni saman við og berið fram með hrísgrjónum.