Kjúklingasalat með BBQ- dressingu
Þetta kjúklingasalat er einn af mínum uppáhalds grillréttum þetta sumarið. Helst grilla ég kjúklinginn en það má vel steikja hann á pönnu ef því er að skipta. Það skemmir ekki fyrir hvað salatið er fallegt á borði og gaman að bera það fram, en best af öllu er þó hvað það er gott. Svo einfalt, ferskt og dásamlega gott!
Kannski eitthvað til að prófa um helgina?
Kjúklingasalat með BBQ- dressingu
- 500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
- 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce
- 70 g furuhnetur
- 1 msk tamarisósa
- spínat
- 1 rauð paprika, skorin í strimla
- 1 gul paprika, skorin í strimla
- ½ rauðlaukur, skorin í fína strimla
- kokteiltómatar, skornir í tvennt
- avokadó, skorið í sneiðar
- jarðaber, skorin í tvennt
- gráðostur (má sleppa)
BBQ-dressing:
- 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce
- 1 dl matreiðslurjómi
Kjúklingalundum og BBQ-sósu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til eldaður í gegn.
Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðlungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur (eftir að tamarisósan er komin á pönnuna er hrært stöðugt í hnetunum). Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar.
BBQ-dressing: BBQ-sósu og matreiðslurjóma er blandað saman í potti og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5
mínútur.
Samsetning: Spínat, paprikur, rauðlaukur, kokteiltómatar og avokadó er blandað saman og sett í stóra skál eða á fat. Grillaðar kjúklingalundir eru lagðar yfir, þar næst er gráðostur mulinn yfir og að lokum er ristuðum furuhnetum stráð yfir salatið. Salatið er skreytt með jarðaberjum og borið fram með BBQ-dressingunni.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í
www.ljufmeti.is - Bestu kveðjur, Svava.