Klikkuð vegan BLT samloka
Þá er seinni vikan í 14 daga sykurlausu áskoruninni hafin!
Nú er síðasta tækifærið að skrá sig og fá uppskriftir, innkaupalista og ráð að tækla sykurpúkann við skráningu, alveg ókeypis!
Eitt af því skemmtilegasta við áskorunina eru skilaboðin sem ég fæ með hversu dugleg þið eruð í sykurleysinu! Það er þvílíkur dugnaður í gangi og gaman hvað uppskriftir slá í gegn og margir sem tala um aukna orku og vellíðan sem fylgja þeim!
Þátttaka í áskorun hefur aldrei verið eins góð og veglegir leikir í gangi sem þú vilt ekki missa af, þ.a.m Vitamix blandari sem verður gefin einum heppnum næstkomandi mánudag!! Vertu með í áskorun með því að skrá þig hér og áttu möguleika á að vinna inn Vitamix blandara og meira til!
Uppskriftin sem ég deili í dag er djúsí vegan BLT samloka frá áskorun! Einföld og fljótleg loka sem allir ættu að prófa.
Ég byrja á að krydda eggaldinið vel og grilla það síðan, þetta nota ég sem ,,kjötið” í uppskriftinni og raða næst veglegri smyrju af osti, basíliku og þykkri sneið af safaríkum tómati.
Mér þykir þá best að nota stóra íslenska tómata og leyfa þeim að þroskast við stofuhita til að ná sem mesta safa frá honum.
Þessi samsetning er algjörlega klikkuð! Er samlokan góð bæði hituð og köld.
Djúsí Vegan BLT samloka
Kryddað eggaldin:
1 eggaldin, skorið í strimla
3 hvítlaukar saxaðir
2 msk olífuolía
1 sítróna kreist
2 tsk papríka
2 tsk kóríander
1 tsk chiliduft
salt og pipar
Sett saman:
lífrænt súrdeigsbrauð
Daiya ostur í sneiðum eða vegan smurostur (geitaost eða mozzarella ost ef þið kjósið í stað)
fersk basilíka
rauðlaukur
1 tómatur
klettasalat
1. Skerið eggaldin í strimla. Hrærið saman í kryddblönduna og veltið eggaldininu uppúr því.
2. Grillið eða steikið á pönnu í 5-7 mín eða þar til eggaldinið er orðið mjúkt. (Fyrir enn fljótlegri samloku má sleppa eggaldin)
3. Grillið súrdeigsbrauðið eða ristið örlítið.
4. Smyrjið tvær súrdeigsbrauðsneiðar með osti. Raðið á aðra sneiðina: ferskri basilíku, tómatsneiðum, rauðlauk, grilluðu eggaldin, klettasalati og lokið samlokunni.
5. Best er að grilla samlokuna örlítið í samlokugrilli en samlokan er einnig góð köld. Bæði er betra.
-
Ég vona að þú prófir uppskriftina og sláir til með okkur í sykurlausu áskorun, hún snýst ekki um að vera fullkomin/n, heldur að hver og einn taki áskorunina eins langt og þau treysta sér. Ekki er svo verra að vinna sér inn Vitamix blandara!
Fáðu sykurlausar uppskriftir, innkaupalista og ráð hér með ókeypis skráningu í 14 daga áskorun!
Svo væri ekki verra ef þú deildir færslunni yfir á Facebook.
Þar til næst.
Heilsa og hamingja,