Kókos og súkkulaði senuþjófur
Þetta er senuþjófur
¾ dl kaldpressuð kókosolía
¾ dl agavesíróp
2 msk akasíuhunang
1 tsk vanilla
¼ tsk himalayasalt
1½ dl kakóduft
4 dl kókosmjöl
1 dl lucuma
Ofan á:
2–3 stk bananar, skornir í þunnar sneiðar
smá kakóduft til að strá yfir.
¾ dl agavesíróp
2 msk akasíuhunang
1 tsk vanilla
¼ tsk himalayasalt
1½ dl kakóduft
4 dl kókosmjöl
1 dl lucuma
Ofan á:
2–3 stk bananar, skornir í þunnar sneiðar
smá kakóduft til að strá yfir.
Setjið allt í matvinnsluvél nema kókosmjöl og blandið þar til silkimjúkt og kekkjalaust, bætið kókosmjölinu út í og blandið örstutt eða þar til deigið er orðið brúnt. Setjið bökunarpappír í hringlaga form og látið deigið þar á og síðan inn í frysti. Raðið bananasneiðunum ofan á kökuna og stráið smávegis kakódufti yfir áður en þið berið hana fram. Afbrigði: – skreyta kökuna með fullt fullt af ferskum ávöxtum – setja 2 msk af sterku lífrænu kaffi út í – þessa má setja í þurrkofninn, þá eru bananarnir ekki notaðir, notið ískúluskeið við að móta litlar kúlur og setjið í þurrkofninn í um 15–20 klst., allt eftir hversu stórar kúlurnar eru – sleppið kakóduftinu og setjið 1½ dl af annað hvort kókosmjöli eða möluðum heslihnetum í staðinn og búið til kókoskúlur.