Kókossúpa ala Valdís
Mild og góð súpa.
Algjört uppáhalds, love it!
Innihald: / 1 msk ghee eða olía / 1 laukur / 3 gulrætur / 1/2 sæt kartafla / 1 sellerístilkur / 2hvítlauksgeirar / 2 msk hollur grænmetiskraftur / 1/2 l vatn / 1 dós kókosmjólk / 1 tsk karrý / smásalt / ögn cayenne pipar.
- Setjið olíu í pott, saxið laukinn, skerið grænmetið niður og setjið út í.
- Bætið vatninu við þegar grænmetið er orðið gullið.
- Kryddið og látið sjóða í ca. 15 mín.
- Maukið með töfrasprota í pottinum.
- Síðan bætiði kókosmjólkinni út í og hitið smá.
Ég setti smá kasjúhnetur út í en þá er uppskriftin auðvitað ekki lengur hnetulaus. Mild og góð súpa. Algjört uppáhalds, love it!
Þú finnur kókosmjólk hjá asísku vörunum í flestum búðum og svo er til hollari útgáfa sem er yfirleitt í lífrænu deildinni.
Valdís Sigurgeirsdóttir, www.ljomandi.is - valdis@ljomandi.is