Fara í efni

Súkkulaðibitakökur

Skella í eina svona uppskrift í dag
Skella í eina svona uppskrift í dag

Innihald: / 1 1/2 bolli bókhveiti / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk vanilluduft / 1/2 tsk maldon salt / 100 gkókosolía / 1/2 bolli hlynsíróp / 1 egg / 100 g dökkt súkkulaði 85%.

  1. Hitið ofninn á 160 gr og setjið bökunnarpappír á tvær bökunarplötur.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, vanilludufti og salti í skál.
  3. Blandið saman kókosolíunni og hlynsírópinu í aðra skál og þeytið eggið saman við.
  4. Blandið vökvanum saman við þurrefnin með trésleif og setjið brytjað súkkulaðið út í að lokum.
  5. Búið til litlar kökur með teskeið og bakið í ca. 20 mín eða þar til gullið.