Konur, fjölmennið í 24. Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á 100 stöðum í heiminum þann 8. júní!
Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburðurinn á Íslandi á ári hverju og í ár taka konur þátt í viðburðinum á 100 stöðum í heiminum, 80 stöðum á Íslandi og 20 stöðum erlendis. Hlaupið er samvinnuverkefni ÍSÍ og Sjóvá og undanfarin ár hefur viðburðurinn höfðað til um 15.000 kvenna í hvert sinn sem hann er haldinn. Markmiðið með Kvennahlaupinu er að hvetja konur til að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni og því er slagorðið í ár „Hreyfum okkur saman“ en það tengist samstarfi Sjóvá Kvennahlaupsins við styrktarfélagið Göngum saman sem styður við bakið á rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.
Allar upplýsingar um tímasetningar og staðsetningar hlaupa víðsvegar um landið er að finna á www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um skemmtidagskrá á hverjum stað.
Þátttakan kostar 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri en 1500 kr. fyrir 13 ára og eldri en innifalið er vandaður bolur og verðlaunapeningur sem afhentur er við endamark hlaupsins.
Heilsutorg.com, sem verður á staðnum, hvetur konur á öllum aldri til að taka þátt í viðburðinum og hreyfa sig saman í góðum hópi.