Konur sem velja húðflúr frekar en uppbyggingu brjósta
Á síðunni Cancer.org kemur fram að meira en 296 þúsund konur í Bandaríkjunum fá brjóstakrabbamein.
Flestar þessar konur þurfa að fara í brjóstnám á öðru eða báðum brjóstum og í þessum aðgerðum þá myndast oft ljót ör.
Flestar konur velja að fara í aðgerð og láta byggja upp á sér brjóst eða bæði með aðgerð en það eru líka þær sem fara ekki í þessa aðgerð og láta húðflúra yfir örin í staðinn.
Fyrr á þessu ári birti kona mynd af sér á Facebook þar sem hún hafði látið setja húðflúr yfir örin. En hún hafði farið í tvöfalt brjóstnám. Þessi mynd þótti ekki við hæfi á Facebook og þeir fjarlægðu myndina af vefnum.
Konur eru farnar að láta gera þetta í meira mæli í dag frekar en að láta byggja upp ný brjóst.
Þetta er nú eitthvað sem að væri meiriháttar ef einhver af okkar íslensku húðflúr meisturum myndi taka það upp hjá sér að gefa að gjöf svona húðflúr til konu eða kvenna sem velja þessa lausn framfyrir uppbyggingu nýrra brjósta.
Margar konur láta líka flúra á nýju brjóstin til að hylja örin sem hafa myndast við uppbyggingu þeirra.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið frekar þá getur þú séð alla greinina HÉR.